Innlent

Björn verður ríkissaksóknari í málum bankahrunsins

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra ætlar að skipa Björn Bergsson hæstaréttarlögmann sem ríkissaksóknara í öllum málum sem varða bankahrunið, þetta kemur fram á Mbl.is. Þar segir jafnframt að Valtýr Sigurðsson hafi lýst sig vanhæfan en vegna lagalegra annmarka dregist að skipa annan í hans stað.

Valtýr er faðir Sigurðar Valtýssonar, annar tveggja forstjóra Exista. Því hefur Valtýr lýst sig vanhæfan en samkvæmt lögum mun ekki vera hægt að lýsa sig vanhæfan í heilum málaflokki, heldur einungis í einu máli. Dómsmálaráðherra undirbýr nú lagafrumvarp til að taka á þessu samkvæmt mbl.is

Mikil ólga hefur ríkt innan embættis sérstaks ríkissaksóknara í dag vegna hótunar Evu Joly að hætta störfum fyrir íslenskar ríkið ef að Valtýr myndi ekki víkja og meiri peningum yrði varið í rannsókn á bankahruninu.






Tengdar fréttir

Lagt á ráðin um áframhaldandi störf Evu Joly

Starfsmenn embættis sérstaks saksóknara áttu fyrr í dag áformaðan og reglubundinn fund með Evu Joly sem gegnir hlutverki ráðgjafa við embættið. Fundurinn var árangursríkur og var meðal annars lagt á ráðin um áframhaldandi störf hennar fyrir embættið og ráðgjafa á hennar vegum.

Eva Joly vill Valtý úr embætti ríkissaksóknara

Eva Joly er ekki að hætta sem ráðgjafi hjá embætti sérstaks saksóknara. Hún stillir stjórnvöldum upp við vegg; vill að meiri peningum sé dælt í rannsókn á bankahruninu og að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari víki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×