Súlukóngur altarisdrengur hjá Gunnari í Krossinum 20. janúar 2009 07:30 Geiri kveikti á kertum sem kórdrengur og las ritningargrein. Gunnar í Krossinum fylgist stoltur með og Friðrik Ómar festir þennan sögulega viðburð á mynd. „Ég hugsa allt öðruvísi. Þetta afeitrar þig algjörlega, hugurinn opnast og á nýju ári er maður alveg opinn fyrir öllu og mjög jákvæður,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson sem flestir þekkja sem Geira á Goldfinger. Geiri er nýkominn úr 14 daga ferð til Póllands, hress og kátur og tíu kílóum léttari eftir detoxmeðferð sem Jónína Benediktsdóttir skipuleggur hjá pólskum sérfræðingum. Óhætt er að segja að þessi tuttugu manna hópur sem Geiri var í hafi verið litríkur. Þarna voru meðal annarra Árni Johnsen þingmaður, Gunnar Þorsteinsson, kenndur við Krossinn, Friðrik Ómar Eurovision-stjarna, Hera Björk söngkona og Birgir Enni, ferðamálafrömuður frá Færeyjum, svo fáeinir séu nefndir. Geiri segir stemninguna hafa verið eftir því. „Það eru forréttindi að vera með þessu fólki. Ég get sagt þér það að það er bara eitt eintak af Árna Johnsen í heiminum. Hann var með gítarinn og náði upp þvílíkri stemningu að þarna voru bara allir farnir að syngja og dansa bláedrú uppi á borðum. Ótrúlegur stuðbolti.“ Einn eftirminnilegasti þáttur ferðarinnar var messa sem Gunnar í Krossinum hélt. Árni bauð upp á gítarleik, Friðrik Ómar spilaði á píanó og Hera Björk söng. Björn Ingi í Kríunesi var meðhjálpari en sjálfur var Geiri í hlutverki altarisdrengs við messuhaldið. „Já, eða kórdrengs. Ég las upp úr Biblíunni. Fór með ritningargrein. Og fórst það vel úr hendi. Enda má sjá á mynd að Gunnar horfir stoltur á mig,“ segir Geiri hlæjandi. „Og Friðriki Ómari fannst þetta svo stórkostlegt að hann stökk til og tók myndir. Svo fóru flestir úr hópnum til Gunnars og fenegu blessun. Þar á meðal ég og ég fann straumana renna um mig. Beint frá Guði,“ segir Geiri. Gunnar segir í DV í gær að hópurinn hafi skilið eftir sig heila persónu í klóakinu í Póllandi og Geir telur það stemma hjá guðsmanninum en þá stóra manneskju því að meðaltali léttist hópurinn um sjö kíló, eða samtals 140 kíló. Friðrik Ómar var spurður hvort Gunnar hafi reynt að afhomma sig en Friðrik telur hann hafa gleymt því, svo upptekinn hafi hann verið af meðferðinni. „Hins vegar held ég að Friðrik sé genginn í Krossinn. Allavega kominn með annan fótinn þar inn. En, það ættu allir að fara í svona ferð – yndisleg og ekki var félagsskapurinn til að skemma fyrir.“ jakob@frettabladid.is Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
„Ég hugsa allt öðruvísi. Þetta afeitrar þig algjörlega, hugurinn opnast og á nýju ári er maður alveg opinn fyrir öllu og mjög jákvæður,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson sem flestir þekkja sem Geira á Goldfinger. Geiri er nýkominn úr 14 daga ferð til Póllands, hress og kátur og tíu kílóum léttari eftir detoxmeðferð sem Jónína Benediktsdóttir skipuleggur hjá pólskum sérfræðingum. Óhætt er að segja að þessi tuttugu manna hópur sem Geiri var í hafi verið litríkur. Þarna voru meðal annarra Árni Johnsen þingmaður, Gunnar Þorsteinsson, kenndur við Krossinn, Friðrik Ómar Eurovision-stjarna, Hera Björk söngkona og Birgir Enni, ferðamálafrömuður frá Færeyjum, svo fáeinir séu nefndir. Geiri segir stemninguna hafa verið eftir því. „Það eru forréttindi að vera með þessu fólki. Ég get sagt þér það að það er bara eitt eintak af Árna Johnsen í heiminum. Hann var með gítarinn og náði upp þvílíkri stemningu að þarna voru bara allir farnir að syngja og dansa bláedrú uppi á borðum. Ótrúlegur stuðbolti.“ Einn eftirminnilegasti þáttur ferðarinnar var messa sem Gunnar í Krossinum hélt. Árni bauð upp á gítarleik, Friðrik Ómar spilaði á píanó og Hera Björk söng. Björn Ingi í Kríunesi var meðhjálpari en sjálfur var Geiri í hlutverki altarisdrengs við messuhaldið. „Já, eða kórdrengs. Ég las upp úr Biblíunni. Fór með ritningargrein. Og fórst það vel úr hendi. Enda má sjá á mynd að Gunnar horfir stoltur á mig,“ segir Geiri hlæjandi. „Og Friðriki Ómari fannst þetta svo stórkostlegt að hann stökk til og tók myndir. Svo fóru flestir úr hópnum til Gunnars og fenegu blessun. Þar á meðal ég og ég fann straumana renna um mig. Beint frá Guði,“ segir Geiri. Gunnar segir í DV í gær að hópurinn hafi skilið eftir sig heila persónu í klóakinu í Póllandi og Geir telur það stemma hjá guðsmanninum en þá stóra manneskju því að meðaltali léttist hópurinn um sjö kíló, eða samtals 140 kíló. Friðrik Ómar var spurður hvort Gunnar hafi reynt að afhomma sig en Friðrik telur hann hafa gleymt því, svo upptekinn hafi hann verið af meðferðinni. „Hins vegar held ég að Friðrik sé genginn í Krossinn. Allavega kominn með annan fótinn þar inn. En, það ættu allir að fara í svona ferð – yndisleg og ekki var félagsskapurinn til að skemma fyrir.“ jakob@frettabladid.is
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira