Lífið

Seinni skipin á Sódómu

Auðveld tónlist Erfitt fólk eins og Kimono.Mynd/Valdís Thors
Auðveld tónlist Erfitt fólk eins og Kimono.Mynd/Valdís Thors
Plötur Kimono og Bloodgroup, Easy Music for Difficult People og Dry Land, eru með seinni skipunum í jólaplötuflóðinu í ár. Bloodgroup-platan kemur út annan desember en Kimono platan fjórða. Nú er þó strax hægt að hlusta á báðar plöturnar á Gogoyoko. Sveitirnar tvær ætla að halda sameiginlega tónleika á Sódómu í kvöld. Prins Póló, sem er sólóverkefni Svavars Pétur Eysteinssonar úr Skakkamanage, spilar líka og ætlar að hefja tónleikana kl. 23.45. Kimono-menn stíga á svið klukkan hálf eitt í nótt og Bloodgroup kveikir svo í kofanum frá og með kl. 01.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.