Bresk þingnefnd rannsakar innlán í íslensku bönkunum 20. janúar 2009 15:18 Bresk þingnefnd mun rannsaka hvað þátt fjárfestingarsérfræðingar í London áttu í innlögnum sveitarfélaga inn á reikninga í íslensku bönkunum áður en þeir hrundu s.l. haust. Eins og fram hefur komið í fréttum munu bresk sveitarfélög hafa tapað sem nemur 800 milljónum punda, eða um 144 milljörðum kr. á þessum innlögnum sínum. Í frétt um málið í breska blaðinu The Independant segir að þingnefndin, Communities Select Committee, muni hefja rannsókn sína í næstu viku og ræða þá m.a. við forráðmenn ráðgjafarfyrirtækjanna Butler og Sector. Fram kom í fréttum í gærdag að Butler, sem er í eigu Michael Spencer fjármálastjóra Íhaldsflokksins, hafi ráðlagt 51 sveitarstjórn að leggja fé sitt inn á reikninga í íslensku bönkunum, einkum Icesave og Egde en samanlagt tap þessara sveitarstjórnar nemur 470 milljónum punda eða um 86 milljörðum kr.. Annað óskylt félag, Sector Treasury Services, ráðlagði 46 sveitarstjórnum að leggja inn 313 milljónir punda, eða tæplega 60 milljarða kr. inn á sömu reikninga. Þingnefndin hefur kallað forstjóra beggja þessara félaga á sinn fundi í næstu viku. Meðal annars verður reynt að fá svör við spurningunni um afhverju sveitarfélögin héldu áfram að leggja fé sitt inn á íslensku reikningana löngu eftir að ljóst mátti vera að íslensku bankarnir stóðu mjög tæpt. Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bresk þingnefnd mun rannsaka hvað þátt fjárfestingarsérfræðingar í London áttu í innlögnum sveitarfélaga inn á reikninga í íslensku bönkunum áður en þeir hrundu s.l. haust. Eins og fram hefur komið í fréttum munu bresk sveitarfélög hafa tapað sem nemur 800 milljónum punda, eða um 144 milljörðum kr. á þessum innlögnum sínum. Í frétt um málið í breska blaðinu The Independant segir að þingnefndin, Communities Select Committee, muni hefja rannsókn sína í næstu viku og ræða þá m.a. við forráðmenn ráðgjafarfyrirtækjanna Butler og Sector. Fram kom í fréttum í gærdag að Butler, sem er í eigu Michael Spencer fjármálastjóra Íhaldsflokksins, hafi ráðlagt 51 sveitarstjórn að leggja fé sitt inn á reikninga í íslensku bönkunum, einkum Icesave og Egde en samanlagt tap þessara sveitarstjórnar nemur 470 milljónum punda eða um 86 milljörðum kr.. Annað óskylt félag, Sector Treasury Services, ráðlagði 46 sveitarstjórnum að leggja inn 313 milljónir punda, eða tæplega 60 milljarða kr. inn á sömu reikninga. Þingnefndin hefur kallað forstjóra beggja þessara félaga á sinn fundi í næstu viku. Meðal annars verður reynt að fá svör við spurningunni um afhverju sveitarfélögin héldu áfram að leggja fé sitt inn á íslensku reikningana löngu eftir að ljóst mátti vera að íslensku bankarnir stóðu mjög tæpt.
Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira