Bubbi Morthens í Eurovision 30. október 2009 07:00 Óskar Páll og Eurovision-aðdáandinn Bubbi Morthens semja saman Eurovisionlag í keppnina á næsta ári. „Við ákváðum þetta í fyrradag: Ég og Bubbi Morthens ætlum að semja saman lag og texta í Eurovision-forkeppnina,“ segir Óskar Páll Sveinsson, höfundur „Is It True“ sem Jóhanna Guðrún söng í annað sæti Eurovision í maí. Óskari var einum boðið að semja lag og fer það sjálfkrafa í forkeppnina með fjórtán lögum sem nú hafa verið valin úr 150 innsendum lögum. „Við erum ekkert farnir að spá mikið í þetta. Ætlum bara að velja flytjanda fyrst og semja svo lag og texta með hann í huga. Bubbi ætlar ekki að syngja þetta sjálfur, hann er alveg ákveðinn í því.“ Bubbi hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir Eurovision-aðdáun sína. Þvert á móti: Hann hefur verið algjörlega á móti keppninni og fullyrti meðal annars í einum forvalsþættinum 2007 að hann myndi aldrei taka þátt í keppninni. Óskar Páll segir að gamli hafi snúist í vor. „Hann hringdi í mig daglega til að fá fréttir og sýna stuðning. Svo hélt hann Eurovision-partí þegar við lentum í öðru sæti í Rússlandi og gerðist einlægur aðdáandi keppninnar í kjölfarið.“ Lögin fjórtán sem etja kappi við lag Bubba og Óskars Páls eru eftir Albert Guðmann Jónsson, Birgi Jóhann Birgisson, Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur og Daða Georgsson, Grétar Sigurbergsson, Halldór Guðjónsson, Harald G. Ásmundsson, Harald V. Sveinbjörnsson, Heru Björk Þórhallsdóttur og Örlyg Smára, Jóhannes Kára Kristinsson, Matthías Stefánsson, Rögnvald Rögnvaldsson, Sigurjón Brink og Steinarr Loga Nesheim. Forkeppnin hefst 9. janúar og það kemur í ljós 6. febrúar hvaða lag keppir fyrir Íslands hönd í Noregi í maí á næsta ári.- drg Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Við ákváðum þetta í fyrradag: Ég og Bubbi Morthens ætlum að semja saman lag og texta í Eurovision-forkeppnina,“ segir Óskar Páll Sveinsson, höfundur „Is It True“ sem Jóhanna Guðrún söng í annað sæti Eurovision í maí. Óskari var einum boðið að semja lag og fer það sjálfkrafa í forkeppnina með fjórtán lögum sem nú hafa verið valin úr 150 innsendum lögum. „Við erum ekkert farnir að spá mikið í þetta. Ætlum bara að velja flytjanda fyrst og semja svo lag og texta með hann í huga. Bubbi ætlar ekki að syngja þetta sjálfur, hann er alveg ákveðinn í því.“ Bubbi hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir Eurovision-aðdáun sína. Þvert á móti: Hann hefur verið algjörlega á móti keppninni og fullyrti meðal annars í einum forvalsþættinum 2007 að hann myndi aldrei taka þátt í keppninni. Óskar Páll segir að gamli hafi snúist í vor. „Hann hringdi í mig daglega til að fá fréttir og sýna stuðning. Svo hélt hann Eurovision-partí þegar við lentum í öðru sæti í Rússlandi og gerðist einlægur aðdáandi keppninnar í kjölfarið.“ Lögin fjórtán sem etja kappi við lag Bubba og Óskars Páls eru eftir Albert Guðmann Jónsson, Birgi Jóhann Birgisson, Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur og Daða Georgsson, Grétar Sigurbergsson, Halldór Guðjónsson, Harald G. Ásmundsson, Harald V. Sveinbjörnsson, Heru Björk Þórhallsdóttur og Örlyg Smára, Jóhannes Kára Kristinsson, Matthías Stefánsson, Rögnvald Rögnvaldsson, Sigurjón Brink og Steinarr Loga Nesheim. Forkeppnin hefst 9. janúar og það kemur í ljós 6. febrúar hvaða lag keppir fyrir Íslands hönd í Noregi í maí á næsta ári.- drg
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira