Idol-Siggi hættir keppni 20. mars 2009 14:43 Sigurður M. Þorbergsson Sigurður Magnús Þorbergsson, Idol-Siggi, hefur afþakkað tólfta sætið í Idol Stjörnuleit en fyrsta beina útsendingin úr Smáralind er í kvöld á Stöð 2. Idol-Siggi segist taka þessa ákvörðun m.a. að tillitsemi við aðra keppendur í Idol Stjörnuleit en hann mun engu að síður taka lagið á stóra sviðinu í kvöld. „Eftir að hafa velt þessu mikið fyrir mér þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé eðlilegast gagnvart hinum keppendunum að ég dragi mig í hlé," sagði Siggi í samtali við Vísi fyrir stundu. Siggi segist eiginlega hafa farið hjá sér yfir allri þeirri athygli sem hann hefur fengið síðan uppákoman í síðasta Idol-þætti átti sér stað þegar tilkynnt var fyrir mistök að hann væri kominn áfram. Siggi segir að jafnvel þótt hann hafi þegið 12 sætið í úrslitunum þá hefði hann alltaf verið tvístígandi með það hvort hann ætti að slá til. Ekki einasta sín vegna og fjölskyldu sinnar heldur ekki síður vegna hinna keppendanna og aðdáenda þeirra. „Idolið er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja koma sér á framfæri sem söngvarar og ég væri sannarlega til í að láta af mér kveða á þeim vettvangi í framtíðinni." Siggi segist ætla að fylgjast grannt með keppninni og hefur mikla trú á krökkunum sem komin eru í úrslit. „Það eru frábærir söngvarar þarna inná milli sem eiga klárlega framtíðina fyrir sér. Samt er ég viss að ég hefði átt góðan séns," segir Siggi glottandi. Þótt Siggi hafi formlega sagt sig úr keppni í Idolinu þá lætur hann sig ekki vanta í kvöld. „Auðvitað mæti ég og læt til mín taka. Ég ætla ekki að láta það tækifæri úr greipum ganga að syngja á þessu stóra sviði í Smáralindinni, með þessu frábæra bandi, í beinni sjónvarpsútsendingu." Idol Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
Sigurður Magnús Þorbergsson, Idol-Siggi, hefur afþakkað tólfta sætið í Idol Stjörnuleit en fyrsta beina útsendingin úr Smáralind er í kvöld á Stöð 2. Idol-Siggi segist taka þessa ákvörðun m.a. að tillitsemi við aðra keppendur í Idol Stjörnuleit en hann mun engu að síður taka lagið á stóra sviðinu í kvöld. „Eftir að hafa velt þessu mikið fyrir mér þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé eðlilegast gagnvart hinum keppendunum að ég dragi mig í hlé," sagði Siggi í samtali við Vísi fyrir stundu. Siggi segist eiginlega hafa farið hjá sér yfir allri þeirri athygli sem hann hefur fengið síðan uppákoman í síðasta Idol-þætti átti sér stað þegar tilkynnt var fyrir mistök að hann væri kominn áfram. Siggi segir að jafnvel þótt hann hafi þegið 12 sætið í úrslitunum þá hefði hann alltaf verið tvístígandi með það hvort hann ætti að slá til. Ekki einasta sín vegna og fjölskyldu sinnar heldur ekki síður vegna hinna keppendanna og aðdáenda þeirra. „Idolið er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja koma sér á framfæri sem söngvarar og ég væri sannarlega til í að láta af mér kveða á þeim vettvangi í framtíðinni." Siggi segist ætla að fylgjast grannt með keppninni og hefur mikla trú á krökkunum sem komin eru í úrslit. „Það eru frábærir söngvarar þarna inná milli sem eiga klárlega framtíðina fyrir sér. Samt er ég viss að ég hefði átt góðan séns," segir Siggi glottandi. Þótt Siggi hafi formlega sagt sig úr keppni í Idolinu þá lætur hann sig ekki vanta í kvöld. „Auðvitað mæti ég og læt til mín taka. Ég ætla ekki að láta það tækifæri úr greipum ganga að syngja á þessu stóra sviði í Smáralindinni, með þessu frábæra bandi, í beinni sjónvarpsútsendingu."
Idol Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“