Viðskipti erlent

Óbreyttir vextir

Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum á fundi sínum í gær.

Stýrivextir bankans verða því áfram á bilinu frá 0 til 0,25 prósent og hafa haldist óbreyttir frá því í desember á síðasta ári. Bankinn gerir ráð fyrir að vextir munu haldast á svipuðu reki í einhvern tíma til viðbótar.

Í tilkynningu bankans kom fram að það séu merki um bata í Bandaríkjunum þrátt fyrir að hagkerfið sé enn mjög veikt.

Fjármálamarkaðir séu orðnir stöðugri en áður auk þess sem bankinn telur að aðgerðapakki stjórnvalda muni stuðla að auknum hagvexti á næstunni.- bþa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×