Lífið

Ungfrú Ísland í úrslit - myndir

Guðrún Dögg Rúnarsdóttir var valin í úrslitakeppnina fyrir „beach beauty" keppnina sem útleggst á íslensku: Flottust í baðfötum.
Guðrún Dögg Rúnarsdóttir var valin í úrslitakeppnina fyrir „beach beauty" keppnina sem útleggst á íslensku: Flottust í baðfötum.

Vísir hafði samband við Heiðar Jónsson snyrti sem fylgist gaumgæfilega með Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttur ungfrú Ísland sem keppir í Miss World fyrir Íslands hönd en aðalkeppnin fer fram í Suður-Afríku í desember.

„Í gær var Guðrún Dögg valin í úrslitakeppnina fyrir „beach beauty" keppnina, sem útleggst eitthvað eins og „flottust í baðfötum" en það á eftir að velja í keppnina „besta sýningarstúlkan" og ég er að vona að Guðrún veljist þar inn líka," segir Heiðar.

Guðrún Dögg. MYND/arnold.is

„Það komast fimm stúlkur inn í fimmtán stúlkna lokaúrslit keppninnar með því að vinna fimm útsláttarkeppnir."

„Svo koma fimm álfudrottningar. Heimsálfunum er breytt til að jafna fjölda stúlkna í hvorum hóp. Endanlega velur dómnefnd fimm fegurstu stúlkurnar þar fyrir utan," segir Heiðar.

Meðfylgjandi má sjá myndir sem Arnold Björnsson tók af Guðrúnu Dögg.


Tengdar fréttir

Ungfrú Ísland fílar sig í tætlur - myndir

„Ég er að fíla mig í botn," svarar Guðrún Dögg Rúnarsdóttir ungfrú Ísland, sem er stödd í Abú Dabí ásamt fjölda fegurðardrottninga eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá ferðalagi Guðrúnar. „Þetta er svo mikil upplifun og allt fólkið sem ég er buin að hitta er svo frábært og yndislegt," bætti hún við. Hvað hefur komið þér mest á óvart í ferðinni? „Hvað maturinn hérna er geðveikur," svarar Guðrún. „Hér eru 10 stjörnu hlaðborð tilbúin fyrir okkur á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Alltaf eftirréttir og gourme. Ég elska það," segir Guðrún.

Ungfrú Ísland á lausu - myndir

„Nei ég er ekki lofuð. Ég var á föstu í tvö og hálft ár með yndislegum strák en við hættum saman fyrir nokkrum mánuðum en höldum enn sambandi og erum góðir vinir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.