Sakar fjármálaráðherra um ritskoðun 8. maí 2009 15:38 Viggó Örn Jónsson hjá auglýsingastofunni Jónsson & Lemacks. Siðanefnd SÍA, Sambands Íslenskra auglýsingastofa, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðisflokknum í Norðvesturkjödæmi hafi ekki verið heimilt að nota mynd af Steingrími J. Sigfússyni í leyfisleysi í auglýsingum sínum. Auglýsingin birtist í nokkrum svæðismiðlum í kjördæminu nú fyrir kosningar og vakti nokkra athygli. Viggó Örn Jónsson einn eiganda auglýsingastofunnar Jónsson & Lemacks sem gerðu umræddar auglýsingar segir niðurstöðuna ekkert annað en ritskoðun. Hann hefur áhyggjur af því að fjármálaráðherra landsins sé að skipta sér af því hvað birtist í fjölmiðlum og hvað ekki. Í andmælum auglýsingastofunnar Jónsson & Lemacks við kæru Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs kemur meðal annars fram að umrædd mynd hafi verið aðgengileg á vef alþingis fyrir hvern sem er í prenthæfri upplausn. Einnig segir að þar sem ekki sé verið að selja vöru eða þjónustu eigi 8.gr siðareglna SÍA ekki við en VG taldi umrædda auglýsingu brot á þeirri grein. Einnig segir að myndbirting í framboðsauglýsingu hafi oft verið notuð án athugasemda. Siðanefnd SÍA er hinsvegar ekki sammála sjónarmiðum auglýsingastofunnar. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að nefndin fallist ekki á sjónarmið auglýsingastofunnar um að heimilt sé að nota mynd af opinberri persónu í auglýsingaskyni án leyfis vegna þess að hún sé aðgengilega á vefnum. Því telur nefndin að auglýsingin brjóti í bága við siðareglur SÍA. Þá segir að í ljósi þess að birtingum hafi verið hætt telji siðanefndin ekki ástæðu til að úrskurða um hvers háttar brot sé að ræða. „Það er augljóst að siðanefndin hefur einfaldlega ekki skilið málið. Þeir hafa hvorki skilið alvarleika kærunnar né dæmin okkar," segir Viggó Örn aðspurður um niðurstöðu siðanefndar. Hann segir mikinn mun vera á því að birta myndir af Steingrími J. Sigfússyni í Coca-Cola auglýsingu eða í auglýsingu sem þessari. Umrædd auglýsing „Það er alvarlegt mál þegar fjármálaráðherra í ríkisstjórn Íslands sendir frá sér kæru um það hvar og hvernig sé fjallað um sig í fjölmiðlum. Kæran kemur frá Vinstri grænum sem eru á sama tíma að dreifa barmmerkjum með andlitsmynd af formanni Sjálfstæðisflokksins þar sem gert er grín að honum. Í okkar auglýsingu var orðrétt tilvitnun og mynd af Steingrími, það var allt of sumt," segir Viggó. Hann segir þetta ekkert annað en ritskoðun og það sé alvarlegt þegar aðilar í ríkisstjórn landsins sé farnir að stjórna umræðunni um sjálft sig. Viggó bendir einnig á auglýsingu sem Samfylkingin gerði fyrir kosningarnar árið 2003 þar sem birtust margar myndir af Davíð Oddssyni, Steingrími Hermannssyni, Þorsteini Pálssyni o.fl. „Sú auglýsing var meðal annars tilnefnd til Ímark verðlaunanna." Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Sjá meira
Siðanefnd SÍA, Sambands Íslenskra auglýsingastofa, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðisflokknum í Norðvesturkjödæmi hafi ekki verið heimilt að nota mynd af Steingrími J. Sigfússyni í leyfisleysi í auglýsingum sínum. Auglýsingin birtist í nokkrum svæðismiðlum í kjördæminu nú fyrir kosningar og vakti nokkra athygli. Viggó Örn Jónsson einn eiganda auglýsingastofunnar Jónsson & Lemacks sem gerðu umræddar auglýsingar segir niðurstöðuna ekkert annað en ritskoðun. Hann hefur áhyggjur af því að fjármálaráðherra landsins sé að skipta sér af því hvað birtist í fjölmiðlum og hvað ekki. Í andmælum auglýsingastofunnar Jónsson & Lemacks við kæru Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs kemur meðal annars fram að umrædd mynd hafi verið aðgengileg á vef alþingis fyrir hvern sem er í prenthæfri upplausn. Einnig segir að þar sem ekki sé verið að selja vöru eða þjónustu eigi 8.gr siðareglna SÍA ekki við en VG taldi umrædda auglýsingu brot á þeirri grein. Einnig segir að myndbirting í framboðsauglýsingu hafi oft verið notuð án athugasemda. Siðanefnd SÍA er hinsvegar ekki sammála sjónarmiðum auglýsingastofunnar. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að nefndin fallist ekki á sjónarmið auglýsingastofunnar um að heimilt sé að nota mynd af opinberri persónu í auglýsingaskyni án leyfis vegna þess að hún sé aðgengilega á vefnum. Því telur nefndin að auglýsingin brjóti í bága við siðareglur SÍA. Þá segir að í ljósi þess að birtingum hafi verið hætt telji siðanefndin ekki ástæðu til að úrskurða um hvers háttar brot sé að ræða. „Það er augljóst að siðanefndin hefur einfaldlega ekki skilið málið. Þeir hafa hvorki skilið alvarleika kærunnar né dæmin okkar," segir Viggó Örn aðspurður um niðurstöðu siðanefndar. Hann segir mikinn mun vera á því að birta myndir af Steingrími J. Sigfússyni í Coca-Cola auglýsingu eða í auglýsingu sem þessari. Umrædd auglýsing „Það er alvarlegt mál þegar fjármálaráðherra í ríkisstjórn Íslands sendir frá sér kæru um það hvar og hvernig sé fjallað um sig í fjölmiðlum. Kæran kemur frá Vinstri grænum sem eru á sama tíma að dreifa barmmerkjum með andlitsmynd af formanni Sjálfstæðisflokksins þar sem gert er grín að honum. Í okkar auglýsingu var orðrétt tilvitnun og mynd af Steingrími, það var allt of sumt," segir Viggó. Hann segir þetta ekkert annað en ritskoðun og það sé alvarlegt þegar aðilar í ríkisstjórn landsins sé farnir að stjórna umræðunni um sjálft sig. Viggó bendir einnig á auglýsingu sem Samfylkingin gerði fyrir kosningarnar árið 2003 þar sem birtust margar myndir af Davíð Oddssyni, Steingrími Hermannssyni, Þorsteini Pálssyni o.fl. „Sú auglýsing var meðal annars tilnefnd til Ímark verðlaunanna."
Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent