Örþjóð á krossgötum 16. janúar 2009 06:00 Á síðustu árum hefur verið mikill uppgangur í íslensku efnahagskerfi. Frá árinu 2004 til loka september 2008 jókst verg landsframleiðsla um 54% og útflutningstekjur um 69%. Frá 2004 til 2007 jókst kaupmáttur launa um 9%. Menn trúðu því að hér væri mikil velmegun á ferð, sem byggðist á áræðni og dugnaði þjóðarinnar. Þegar betur er að gáð var ekki um vöxt að ræða, sem byggðist á aukinni framleiðni og verðmætasköpun, heldur vöxt sem að stórum hluta var byggður á erlendri skuldasöfnun. Skuldirnar voru orðnar svo miklar að taka þurfti ný lán til að standa undir hluta af afborgunum og vöxtum vegna eldri lána. Á þessum tíma jukust erlendar skuldir þjóðarbúsins sjöfalt og skuldir heimila tvöfölduðust. Íslenskir bankar notuðu öll brögð til að ná erlendu lánsfé. Boðið var upp á hærri innlánsvexti í dótturfélögum eða útibúum erlendis en almennt tíðkaðist hjá samkeppnisaðilum í viðkomandi löndum. Þessi innlán voru síðan m.a. notuð til að fjármagna kaup á erlendum verslanakeðjum, hótelum, flugfélögum o.s.frv. Sumt keypt á margfalt hærra verði en samkeppnisaðilar í þessum löndum voru tilbúnir til að greiða fyrir þessar eignir. Allra leiða var leitað til að koma hluta af þessu sparifé útlendinga til Íslands.Erlendar skuldir þjóðarbúsins og greiðslubyrði vegna þeirraTafla 1 Heimild Seðlabanki ÍslandsÁ síðustu fjórum árum hafa erlendar skuldir Íslendinga sjöfaldast. Farið úr 1.663 milljörðum í árslok 2004 í 11.491 milljarða króna í september 2008, eða um það leyti sem bankarnir á Íslandi hrundu.Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa erlendar skuldir banka nærri áttfaldast á tímabilinu frá 2004 til september 2008. Skuldir ríkis og sveitarfélaga hafa rúmlega tvöfaldast og skuldir annarra rúmlega fimmfaldast. Aðrir í þessari töflu eru m.a. fyrirtæki í eigu sveitarfélaga og ríkisins eins og orkufyrirtæki o.fl. Þannig má ljóst vera að þó ríkissjóður hafi ekki skuldað mikið þá hafa skuldir sveitarfélaga og félaga í eigu ríkis og sveitarfélaga verið að aukast verulega á tímabilinu.Rétt er að eignir eru á bak við skuldirnar en ljóst að verðmæti þeirra stendur engan veginn undir þessum skuldum. Á sama tíma og þessi skuldasöfnun á sér stað eykst verg landsframleiðsla um 54% og útflutningstekjur um 69%. Af þessu má ljóst vera að ekkert samræmi er í aukningu erlendra skulda annars vegar og vergri landsframleiðslu og útflutningstekjum hins vegar.Tafla 2 Heimild Seðlabanki ÍslandsÍ árslok 2004 samsvöruðu erlendar skuldir þjóðarbúsins 182% af vergri landsframleiðslu og 477% af útflutningstekjum. Í september 2008 eru skuldirnar orðnar 816% af vergri landsframleiðslu og 1.951% af útflutningstekjum. Rétt er að fram komi að skuldir í september 2008 eru á gengi eins og það var fyrir hrun bankanna, þannig að í raun er staðan enn verri miðað við gengið í dag.Ekki þarf að fara mörgum orðum um að þjóðarbúið getur vart staðið við greiðslubyrði vegna þessara skulda. Ef litið er á erlendar skuldir annarra en banka þá voru þær í árslok 2004 443 milljarðar kr., sjá töflu 1, eða 48,4% af vergri landsframleiðslu, en voru orðnar 1.803 milljarðar kr. í lok september 2008, eða 128% af vergri landsframleiðslu. Þannig hafa erlendar skuldir annarra en banka rúmlega fjórfaldast á um fjögurra ára tímabili. Ef gert er ráð fyrir að vextir séu 5% vegna erlendra skulda annarra en banka gerir það um 90 milljarða kr. á ári í vaxtagjöld sem lætur nærri að vera 15% af útflutningstekjum þjóðarinnar miðað við janúar til september 2008.Af hálfu stjórnvalda kemur til greina að ríkið taki lán í tengslum við fyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að upphæð all að 650 milljarðar kr., sem þýðir að skuldir ríkis og sveitarfélaga rúmlega tvöfaldast frá því sem þær voru í lok september 2008 og verða um 1.200 milljarðar kr., sem lætur nærri að vera sexföld aukning frá 2004. Ef af þessu verður eykst vaxtabyrði af erlendum skuldum annarra en banka um kr. 30 milljarða á ársgrundvelli, miðað við 5% vexti. Verður því samtals 120 milljarðar kr. eða um 20% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Skuldasöfnun undanfarinna ára leiðir til verulegrar vaxtabyrði á komandi árum.Ljóst má vera að ekki verður auðvelt að standa skil á greiðslum þessara vaxta, hvað þá afborgunum. Auk þessa er nú rætt um að ríkissjóður taki lán til að standa skil á Icesave reikningum í Bretlandi, Þýskalandi og Hollandi. Talað hefur verið um viðbótarlántöku, sem gæti verið allt að 600 milljarðar kr., sem myndi auka vaxtabyrðina um allt að 30 milljarða kr. á einu ári miðað við framanritað. Verði af þessum lántökum verða nýjar erlendar skuldir ríkissjóðs orðnar meiri en erlendar skuldir banka árið 2004, sjá töflu 1. Að viðbættum örðum erlendum skuldum ríkis og sveitarfélaga yrðu skuldir opinberra aðila þannig orðnar hærri en allar erlendar skuldir þjóðarbúsins árið 2004, eða 1.776 milljarðar kr. samanborið við 1.663 milljarðar kr. Ljóst má vera að ekki verður auðvelt að standa skil á greiðslum vaxta vegna þessara lána, hvað þá afborgunum. Samdráttur vergrar landsframleiðslu og kaupmáttar launaHagstofa Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mynd 1Samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun verg landsframleiðsla dragast saman um 9,6% á árinu 2009. Eins og fram kemur hér á mynd 1 áætlar sjóðurinn að landsframleiðslan árið 2010 verði svipuð og hún var árið 2005. Munu skuldir því sem hlutfall af vergri landsframleiðslu aukast þó engin ný lán verði tekin. Þannig voru erlendar skuldir í september 2008 ellefuföld verg landsframleiðsla á árinu 2005.Jafnframt spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miklum samdrætti í kaupmætti launa eins og sjá má á mynd 2. Sjóðurinn spáir því að kaupmáttur launa hafi dregist saman um 6% á s.l. ári og muni dragast saman um 12% á næsta ári. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hafði kaupmáttur launa á árinu 2008 rýrnað um 7,7% í lok nóvember s.l., sem er tæpum 2 prósentustigum meira en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði fyrir árið allt, þannig hefur kaupmátturinn rýrnað enn meira á árinu 2008 en sjóðurinn áætlaði.Heimild: Hagstofa Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn Mynd 2Samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins má gera ráð fyrir að kaupmáttur launa á næsta ári verði svipaður og því sem hann var árið 2000.Skuldir heimila Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands voru skuldir heimila við lánakerfið í september 2008 orðnar 1.890 milljarðar kr. en voru 877 milljarðar í árslok 2004, sem er rúmlega tvöföldun á fjögurra ára tímabili. Ef skuldirnar 2004 eru bornar saman við skuldirnar í september 2008 á verðlagi í september 2008 hafa þær aukist um 65%. Ef við skoðum aukningu skulda heimilanna næstu fjögur árin á undan, þ.e. frá árinu 1999, þegar skuldirnar voru 522 milljarðar, til ársins 2004, þegar þær voru 877 milljarðar, er aukningin „einungis" 68% og þá á verðlagi hvors árs. Nú þurfa heimilin á árinu 2009 að standa skil á skuldum sem eru tæplega fjórfalt hærri en skuldir heimilanna voru í árslok 1999, en með svipuðum kaupmætti og þá var.Breyting á gengisvísitölu og vísitölu neysluverðsHeimild Seðlabanki Íslands Tafla 3Eins og mynd 3 sýnir hefur gengisvísitalan hækkað um 80% frá janúar 2004 en um 108% frá janúar 2006 þegar gengisvísitalan var lægst á tímabilinu. Á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 45%. Frá janúar 2008 til loka ársins hækkaði gengisvísitalan um 74%. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 19%. Eins og mynd 3 sýnir hefur vísitala neysluverðs hækkað hlutfallsega meira frá janúar 2004 til júlí 2008 en gengisvísitalan, en þá á sér stað veruleg breyting. Nú er ljóst að vegna mikils samdráttar hér heima fyrir er umframeftirspurn ekki að valda hækkun vísitölu neysluverðs heldur svo til eingöngu gengisfall krónunnar. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að mörg skuldsett fyrirtæki og heimili munu ekki geta staðið þessar hækkanir af sér.Heimild: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands Mynd 3Taka má sem dæmi um áhrif þessara hækkana fjölskyldu sem keypti íbúð fyrir um 50 milljónir króna um áramótin 2007-2008 og tók 80% af kaupverðinu að láni í erlendri mynt, eða sem samsvarar 40 milljónum kr. Miðað við framangreinda hækkun gengisvísitölunnar er skuld þessa fólks um 70 m. kr. í dag. Ef sama dæmi er tekið miðað við að lánið hefði verið tekið í janúar 2006 má gera ráð fyrir að skuldin sé nú 83 m. kr. Af þessum lánum á fólk nú að fara að greiða afborganir og vexti með kaupmætti sem er svipaður og hann var í kringum árið 2000. Auk þess hefur nú margt vel launað fólk misst vinnu, eða er um það bil að missa hana. Atvinnuleysi stefnir í það að verða margfalt meira en það var árið 2000.Svipuð dæmi má draga upp af fyrirtækjum. Nú er rætt um að fyrirtæki og í einhverjum tilfella heimili séu orðin „tæknilega gjaldþrota". Erfitt er að skilja hvernig það er hægt. Annað hvort eru fyrirtæki gjaldþrota eða ekki. Sennilega eru flest þessara fyrirtækja og heimila nú komin í greiðsluþrot eða stefna í það. Erfitt er að átti sig á því hvernig þjóðarbú fær staðist það að gengi gjaldmiðils falli um tæp 100% á einu ári án þess að það endi með skelfilegum afleiðingum eða þá með róttækum efnahagsaðgerðum sem snúið geta þróuninni við.Eins og mynd 3 sýnir hefur verið mikið flökt á gengi íslensku krónunnar undanfarin ár og vill greinahöfundur draga þá ályktun að spákaupmennska með krónur hafi haft meiri áhrif en eðlileg utanríkisviðskipti þjóðarinnar. Er þetta vegna smæðar gjaldmiðilsins. Vegna þess hversu hagkerfið er opið og þar af leiðandi mikið flutt inn af nauðsynjavörum hefur flökt krónunnar bein áhrif á verðlag í landinu og þá vísitölu neysluverðs. Hvoru tveggja hefur síðan áhrif á skuldir landsmanna.Reynslan hefur sýnt að styrking krónunnar kemur síður fram í verðlagi en þegar hún veikist. Næsta víst hefur verið að við veikingu krónunnar hefur verðlag hækkað. Verðlag hefur síður lækkað ef krónan hefur styrkst. Alvarlegt verður að telja ef spákaupmennska fárra aðila hækki lán allra landsmanna og fyrirtækja í landinu. Það er mat greinahöfundar að krónan sé svo lítill gjaldmiðill að um hana hafi í reynd ríkt svokallaður fákeppnismarkaður, þar sem fáir fjárhagslega sterkir aðilar hafa ráðið gengisskráningunni. Færð hafa verið rök fyrir því að bankarnir þrír, sem nú eru fallnir, hafi ársfjórðungslega á s.l. ári tekið sér stöðu gegn krónunni. Ef satt reynist er það alvarlegt mál. Þannig hefur því verið haldið fram að bankarnir hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart krónunni til að styrkja eiginfjárstöðu sína. Með skelfilegum afleiðingum fyrir svo opið hagkerfi sem það íslenska er. Á sama hátt geti fáir sterkir spákaupmenn haft sömu áhrif og bankarnir.Það verður að telja að mikilvægasta efnahagsaðgerðin, sem grípa þarf til nú, sé að marka stefnu fyrir þann gjaldmiðil sem hér á að vera. Brýnt er að fyrir lok þeirra sex mánaða, sem heimilin fengu til greiðsluaðlögunar á lánum sínum, liggi fyrir hvert skuli stefna. Því fyrr sem það liggur fyrir verður hægt að forða fjölda fyrirtækja og heimila frá gjaldþroti. Sagt hefur verið að ekki sé hægt að taka evru upp einhliða. Eins er hægt að halda því fram að það sé ekki hægt að hafa nærri 100% gengisfellingu á einu ári án skelfilegra afleiðinga fyrir hagkerfið í heild sinni.Nýju bankarnir Með hliðsjón af því sem sagt hefur verið hér að framan skal farið nokkrum orðum um nýju bankana. Mikilvægt er að strax í upphafi geri stjórnvöld sér grein fyrir hvers konar banka við viljum hafa. Það dylst engum að rekja má fall gömlu bankanna að hluta til þess, hversu blönduð starfsemi þeirra var orðin. Hin eiginlega bankastarfsemi þ.e.a.s. inn- og útlánastarfsemi fór hlutfallsleg minnkandi. Vöxtur þeirra var í fjárfestingum, ráðgjöf o.þ.h. Gera má ráð fyrir að á nýju ári muni mörg skuldsett fyrirtæki og heimili fara í gjaldþrot eða þurfa að selja eignir upp í skuldir. Sú stefna hefur verið mörkuð að bankarnir stofni fjárfestingarfélög til að yfirtaka þessar eignir og selji þær síðar þegar eðlilegt markaðsástand hefur skapast, þ.e. að koma í veg fyrir að stór hluti eigna á Íslandi verði seldur á „brunaútsölu". Til að gera þetta mögulegt þarf að leggja bönkunum til frekara fjármagn til að þeir geti stundað eðlileg bankaviðskipti og til að koma í veg fyrir að þeir fari í þrot. Það að yfirtaka fasteignir í stað þess að fá greiðslur fyrir útlán mun leiða til peningaþurrðar í bönkunum, ef ekki kemur til nýtt fjármagn. Vanti bankana peninga munu þeir ekki geta staðið í skilum með sínar skuldbindingar og/eða veitt lán, sem mun síðan hafa alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulífið og bankana sjálfa.Hér er tekið undir það að leitað verði allra leiða til að halda þeim verðmætum, sem fyrir eru í fasteignum, og þær verði ekki seldar á „brunaútsölu". Mikilvægt er að byggja bankana í upphafi þannig að þeir stundi sem eðlilegasta inn- og útlánastarfsemi, sem verði megináhersla í starfseminni. Það verður að teljast nokkuð óeðlilegt ástand að bankar yfirtaki allar fasteignir, þar sem eigendur þeirra geta ekki staðið í skilum, og stofni sérstök fjárfestingarfélög til að reka þessar eignir. Með því verða bankarnir í reynd komnir báðumegin við borðið, þ.e. þeir eru bæði seljendur og kaupendur. Í stað þess að fá inn peninga eignast þeir fasteignir sem leiðir til þess að eigandi þeirra, þ.e. ríkið, þarf að leggja þeim til aukið eigið fé, svo þeir geti stundað eðlileg bankaviðskipti.Jafnframt verða þeir orðnir eigendur og rekstraraðilar félaga sem skulda bönkunum háar fjárhæðir. Slíkt fyrirkomulag býður upp á alls konar mistök og spurning hvort þróunin gæti orðið sú að bankarnir væru meira í fjárfestingarviðskiptum og rekstri fasteigna en inn- og útlánastarfsemi. Jafnframt gætu skapast ýmis konar vandamál við einkavæðingu bankanna. Þar sem einkaaðilar myndu með eignaraðild sinni á bönkunum jafnframt komast yfir stóran hlut af fasteignum í landinu. Einnig má gera ráð fyrir að þetta fyrirkomulag sé lítt aðlagandi fyrir erlenda banka til að koma sem eigendur að íslensku bönkunum.Hvað er til ráða?Miðað við erlenda skuldsetningu þjóðarbúsins er ljóst, hvort sem þær skuldir eru taldar með skuldum bankakerfisins eða án, að skuldirnar verða vart gerðar upp með peningalegum afgangi af viðskiptum okkar við útlönd. Hvað þá ef bætt verður við þær. Ekki er hægt að gera ráð fyrir nýjum lántökum til að standa undir afborgunum og vöxtum af erlendum lánum, sem þjóðin virðist hafa verið að gera á undanförnum misserum. Í venjulegum fyrirtækjarekstri eru fyrirtæki sem svo er komið fyrir orðin gjaldþrota nema þau hafi eignir til að selja upp í skuldir.Sem lausn út úr greiðsluvanda okkar gætum við í fyrsta lagi tilkynnt umheiminum að við getum ekki staðið við greiðslur af erlendum lánum og færum fram á að ákveðinn hluti þeirra verði felldur niður. Fordæmi eru fyrir slíku. Væntanlega yrði afleiðingin sú að við héldum því sem við höfum hér heima, en ættum erfitt uppdráttar í samskiptum við aðrar þjóðir, sem síðan gæti haft alvarlegar afleiðingar heima fyrir. Önnur leið sem fyrirtæki og heimili myndu grípa til, ef eignir væru til fyrir skuldum, er að selja eignir til að koma í veg fyrir gjaldþrot. Gera má ráð fyrir að til séu aðilar erlendis sem væru tilbúnir að greiða mikið fyrir náttúruauðlindir og aðrar eignir okkar hér á landi. Þannig væri hugsanlegt að við gætum greitt skuldir okkar. Vart er hægt að mæla með að þessi leið verði farin því með henni værum við í raun að afsala sjálfstæði okkar. Þriðja leiðin er aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Hér er lagt til, með vísan til framanritaðs, að það verði kannað í fullri alvöru.Óskað verði eftir því að viðræðum um aðild verði hraðað svo sem kostur er vegna stöðu efnahagsmála í landinu. Í aðildarviðræðum verði gengið út frá því að við getum vart staðið við erlendar skuldir okkar að fullu. Vegna þess verði leitað eftir sérstakri fyrirgreiðslu af hálfu Evrópusambandsins til lausnar á vandanum m.a. hvort hinir ýmsu sjóðir innan sambandsins gætu komið að því máli. Jafnframt verði skuldir vegna Icesave reikninga teknar inn í þessar viðræður og því ekki gengið frá þeim einum og sér. Með þessu ættum við halda virðingu okkar og væntanlega er hér um að ræða skjótustu leiðina til að ná bata.Samhliða aðildarumsókn verði óskað eftir viðræðum um að Ísland taki upp evru svo skjótt sem mögulegt er. Jafnvel áður en viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verður lokið. Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að taka evru upp einhliða. Hér er ekki beint verið að leggja það til heldur að óskað verði eftir samkomulagi við Evrópusambandið um að hér verði tekin upp evra eins fljótt og unnt er í fullu samráði við sambandið. Leitað verði leiða til að láta gengisfall krónunnar síðustu misseri ganga til baka og þannig leiðrétta að hluta til það tjón sem orðið er vegna erlendra lána heimila og fyrirtækja. Jafnframt verði leitað leiða til að leiðrétta vísitölu neysluverðs vegna áhrifa gengisfallsins við hrun bankanna og í aðdraganda þess. Með því verði skuldastaða fyrirtækja og heimila leiðrétt og þannig komið í veg fyrir frekari gjaldþrot.Fjárfestingarfélög í eigu ríkisinsTil að koma í veg fyrir að bankarnir verði eigendur og rekstaraðilar að stórum hluta af fasteignum í landinu er hér lagt til að skoðað verði að ríkið sjálft, eða aðrar stofnanir en bankarnir í eigu þess, verði eigendur að þessum fjárfestingarfélögum. Í stað þess að leggja bönkum til aukið hlutafé, svo þeir geti stundað eðlileg bankaviðskipti, verði hlutafé sett í sérstök fjárfestingarfélög í eigu ríkisins eða stofnana á þess vegum. Það hlutafé verði síðan ávaxtað með kaupum á fasteignum af bönkunum og/eða þrotabúum. Þannig munu bankarnir fá inn peninga með eðlilegum bankaviðskiptum í stað þess að þeir safni til sín fasteignum og kalli síðan eftir auknu hlutafé frá ríkinu til að stunda lánastarfsemi.Fjárfestingarfélögin geta síðan selt einstakar eignir með tíð og tíma og almenningur gerst hluthafi í þessum félögum. Á sama hátt getur almenningur gerst hluthafi í bönkunum án þess jafnframt að eignast stóran hlut í fasteignum landsmanna. Þetta ætti að geta auðveldað aðkomu lífeyrissjóða að slíkum félögum og jafnvel auðveldað þau mál sem nú eru komin upp þar sem lífeyrissjóðir ásamt bönkum eru með kröfur vegna viðkomandi fasteigna og fyrirtækja. Einnig má ætla að þetta sé fýsilegri leið fyrir erlenda banka til að koma sem eignaraðilar að íslensku bönkunum sem stunda þá orðið eðlilegri bankaviðskipti. Jafnframt má gera ráð fyrir að fjárframlög ríkisins til endurreisnar bankanna ávaxtist betur með þessum hætti. Gera má ráð fyrir að hærra verð fáist fyrir sjálfstæð fjárfestingarfélög heldur en þegar þau eru hluti af efnahagsreikningi banka. Lögð verði áhersla á að bankarnir stundi sem eðlilegust bankaviðskipti.Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur verið mikill uppgangur í íslensku efnahagskerfi. Frá árinu 2004 til loka september 2008 jókst verg landsframleiðsla um 54% og útflutningstekjur um 69%. Frá 2004 til 2007 jókst kaupmáttur launa um 9%. Menn trúðu því að hér væri mikil velmegun á ferð, sem byggðist á áræðni og dugnaði þjóðarinnar. Þegar betur er að gáð var ekki um vöxt að ræða, sem byggðist á aukinni framleiðni og verðmætasköpun, heldur vöxt sem að stórum hluta var byggður á erlendri skuldasöfnun. Skuldirnar voru orðnar svo miklar að taka þurfti ný lán til að standa undir hluta af afborgunum og vöxtum vegna eldri lána. Á þessum tíma jukust erlendar skuldir þjóðarbúsins sjöfalt og skuldir heimila tvöfölduðust. Íslenskir bankar notuðu öll brögð til að ná erlendu lánsfé. Boðið var upp á hærri innlánsvexti í dótturfélögum eða útibúum erlendis en almennt tíðkaðist hjá samkeppnisaðilum í viðkomandi löndum. Þessi innlán voru síðan m.a. notuð til að fjármagna kaup á erlendum verslanakeðjum, hótelum, flugfélögum o.s.frv. Sumt keypt á margfalt hærra verði en samkeppnisaðilar í þessum löndum voru tilbúnir til að greiða fyrir þessar eignir. Allra leiða var leitað til að koma hluta af þessu sparifé útlendinga til Íslands.Erlendar skuldir þjóðarbúsins og greiðslubyrði vegna þeirraTafla 1 Heimild Seðlabanki ÍslandsÁ síðustu fjórum árum hafa erlendar skuldir Íslendinga sjöfaldast. Farið úr 1.663 milljörðum í árslok 2004 í 11.491 milljarða króna í september 2008, eða um það leyti sem bankarnir á Íslandi hrundu.Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa erlendar skuldir banka nærri áttfaldast á tímabilinu frá 2004 til september 2008. Skuldir ríkis og sveitarfélaga hafa rúmlega tvöfaldast og skuldir annarra rúmlega fimmfaldast. Aðrir í þessari töflu eru m.a. fyrirtæki í eigu sveitarfélaga og ríkisins eins og orkufyrirtæki o.fl. Þannig má ljóst vera að þó ríkissjóður hafi ekki skuldað mikið þá hafa skuldir sveitarfélaga og félaga í eigu ríkis og sveitarfélaga verið að aukast verulega á tímabilinu.Rétt er að eignir eru á bak við skuldirnar en ljóst að verðmæti þeirra stendur engan veginn undir þessum skuldum. Á sama tíma og þessi skuldasöfnun á sér stað eykst verg landsframleiðsla um 54% og útflutningstekjur um 69%. Af þessu má ljóst vera að ekkert samræmi er í aukningu erlendra skulda annars vegar og vergri landsframleiðslu og útflutningstekjum hins vegar.Tafla 2 Heimild Seðlabanki ÍslandsÍ árslok 2004 samsvöruðu erlendar skuldir þjóðarbúsins 182% af vergri landsframleiðslu og 477% af útflutningstekjum. Í september 2008 eru skuldirnar orðnar 816% af vergri landsframleiðslu og 1.951% af útflutningstekjum. Rétt er að fram komi að skuldir í september 2008 eru á gengi eins og það var fyrir hrun bankanna, þannig að í raun er staðan enn verri miðað við gengið í dag.Ekki þarf að fara mörgum orðum um að þjóðarbúið getur vart staðið við greiðslubyrði vegna þessara skulda. Ef litið er á erlendar skuldir annarra en banka þá voru þær í árslok 2004 443 milljarðar kr., sjá töflu 1, eða 48,4% af vergri landsframleiðslu, en voru orðnar 1.803 milljarðar kr. í lok september 2008, eða 128% af vergri landsframleiðslu. Þannig hafa erlendar skuldir annarra en banka rúmlega fjórfaldast á um fjögurra ára tímabili. Ef gert er ráð fyrir að vextir séu 5% vegna erlendra skulda annarra en banka gerir það um 90 milljarða kr. á ári í vaxtagjöld sem lætur nærri að vera 15% af útflutningstekjum þjóðarinnar miðað við janúar til september 2008.Af hálfu stjórnvalda kemur til greina að ríkið taki lán í tengslum við fyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að upphæð all að 650 milljarðar kr., sem þýðir að skuldir ríkis og sveitarfélaga rúmlega tvöfaldast frá því sem þær voru í lok september 2008 og verða um 1.200 milljarðar kr., sem lætur nærri að vera sexföld aukning frá 2004. Ef af þessu verður eykst vaxtabyrði af erlendum skuldum annarra en banka um kr. 30 milljarða á ársgrundvelli, miðað við 5% vexti. Verður því samtals 120 milljarðar kr. eða um 20% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Skuldasöfnun undanfarinna ára leiðir til verulegrar vaxtabyrði á komandi árum.Ljóst má vera að ekki verður auðvelt að standa skil á greiðslum þessara vaxta, hvað þá afborgunum. Auk þessa er nú rætt um að ríkissjóður taki lán til að standa skil á Icesave reikningum í Bretlandi, Þýskalandi og Hollandi. Talað hefur verið um viðbótarlántöku, sem gæti verið allt að 600 milljarðar kr., sem myndi auka vaxtabyrðina um allt að 30 milljarða kr. á einu ári miðað við framanritað. Verði af þessum lántökum verða nýjar erlendar skuldir ríkissjóðs orðnar meiri en erlendar skuldir banka árið 2004, sjá töflu 1. Að viðbættum örðum erlendum skuldum ríkis og sveitarfélaga yrðu skuldir opinberra aðila þannig orðnar hærri en allar erlendar skuldir þjóðarbúsins árið 2004, eða 1.776 milljarðar kr. samanborið við 1.663 milljarðar kr. Ljóst má vera að ekki verður auðvelt að standa skil á greiðslum vaxta vegna þessara lána, hvað þá afborgunum. Samdráttur vergrar landsframleiðslu og kaupmáttar launaHagstofa Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mynd 1Samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun verg landsframleiðsla dragast saman um 9,6% á árinu 2009. Eins og fram kemur hér á mynd 1 áætlar sjóðurinn að landsframleiðslan árið 2010 verði svipuð og hún var árið 2005. Munu skuldir því sem hlutfall af vergri landsframleiðslu aukast þó engin ný lán verði tekin. Þannig voru erlendar skuldir í september 2008 ellefuföld verg landsframleiðsla á árinu 2005.Jafnframt spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miklum samdrætti í kaupmætti launa eins og sjá má á mynd 2. Sjóðurinn spáir því að kaupmáttur launa hafi dregist saman um 6% á s.l. ári og muni dragast saman um 12% á næsta ári. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hafði kaupmáttur launa á árinu 2008 rýrnað um 7,7% í lok nóvember s.l., sem er tæpum 2 prósentustigum meira en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði fyrir árið allt, þannig hefur kaupmátturinn rýrnað enn meira á árinu 2008 en sjóðurinn áætlaði.Heimild: Hagstofa Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn Mynd 2Samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins má gera ráð fyrir að kaupmáttur launa á næsta ári verði svipaður og því sem hann var árið 2000.Skuldir heimila Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands voru skuldir heimila við lánakerfið í september 2008 orðnar 1.890 milljarðar kr. en voru 877 milljarðar í árslok 2004, sem er rúmlega tvöföldun á fjögurra ára tímabili. Ef skuldirnar 2004 eru bornar saman við skuldirnar í september 2008 á verðlagi í september 2008 hafa þær aukist um 65%. Ef við skoðum aukningu skulda heimilanna næstu fjögur árin á undan, þ.e. frá árinu 1999, þegar skuldirnar voru 522 milljarðar, til ársins 2004, þegar þær voru 877 milljarðar, er aukningin „einungis" 68% og þá á verðlagi hvors árs. Nú þurfa heimilin á árinu 2009 að standa skil á skuldum sem eru tæplega fjórfalt hærri en skuldir heimilanna voru í árslok 1999, en með svipuðum kaupmætti og þá var.Breyting á gengisvísitölu og vísitölu neysluverðsHeimild Seðlabanki Íslands Tafla 3Eins og mynd 3 sýnir hefur gengisvísitalan hækkað um 80% frá janúar 2004 en um 108% frá janúar 2006 þegar gengisvísitalan var lægst á tímabilinu. Á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 45%. Frá janúar 2008 til loka ársins hækkaði gengisvísitalan um 74%. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 19%. Eins og mynd 3 sýnir hefur vísitala neysluverðs hækkað hlutfallsega meira frá janúar 2004 til júlí 2008 en gengisvísitalan, en þá á sér stað veruleg breyting. Nú er ljóst að vegna mikils samdráttar hér heima fyrir er umframeftirspurn ekki að valda hækkun vísitölu neysluverðs heldur svo til eingöngu gengisfall krónunnar. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að mörg skuldsett fyrirtæki og heimili munu ekki geta staðið þessar hækkanir af sér.Heimild: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands Mynd 3Taka má sem dæmi um áhrif þessara hækkana fjölskyldu sem keypti íbúð fyrir um 50 milljónir króna um áramótin 2007-2008 og tók 80% af kaupverðinu að láni í erlendri mynt, eða sem samsvarar 40 milljónum kr. Miðað við framangreinda hækkun gengisvísitölunnar er skuld þessa fólks um 70 m. kr. í dag. Ef sama dæmi er tekið miðað við að lánið hefði verið tekið í janúar 2006 má gera ráð fyrir að skuldin sé nú 83 m. kr. Af þessum lánum á fólk nú að fara að greiða afborganir og vexti með kaupmætti sem er svipaður og hann var í kringum árið 2000. Auk þess hefur nú margt vel launað fólk misst vinnu, eða er um það bil að missa hana. Atvinnuleysi stefnir í það að verða margfalt meira en það var árið 2000.Svipuð dæmi má draga upp af fyrirtækjum. Nú er rætt um að fyrirtæki og í einhverjum tilfella heimili séu orðin „tæknilega gjaldþrota". Erfitt er að skilja hvernig það er hægt. Annað hvort eru fyrirtæki gjaldþrota eða ekki. Sennilega eru flest þessara fyrirtækja og heimila nú komin í greiðsluþrot eða stefna í það. Erfitt er að átti sig á því hvernig þjóðarbú fær staðist það að gengi gjaldmiðils falli um tæp 100% á einu ári án þess að það endi með skelfilegum afleiðingum eða þá með róttækum efnahagsaðgerðum sem snúið geta þróuninni við.Eins og mynd 3 sýnir hefur verið mikið flökt á gengi íslensku krónunnar undanfarin ár og vill greinahöfundur draga þá ályktun að spákaupmennska með krónur hafi haft meiri áhrif en eðlileg utanríkisviðskipti þjóðarinnar. Er þetta vegna smæðar gjaldmiðilsins. Vegna þess hversu hagkerfið er opið og þar af leiðandi mikið flutt inn af nauðsynjavörum hefur flökt krónunnar bein áhrif á verðlag í landinu og þá vísitölu neysluverðs. Hvoru tveggja hefur síðan áhrif á skuldir landsmanna.Reynslan hefur sýnt að styrking krónunnar kemur síður fram í verðlagi en þegar hún veikist. Næsta víst hefur verið að við veikingu krónunnar hefur verðlag hækkað. Verðlag hefur síður lækkað ef krónan hefur styrkst. Alvarlegt verður að telja ef spákaupmennska fárra aðila hækki lán allra landsmanna og fyrirtækja í landinu. Það er mat greinahöfundar að krónan sé svo lítill gjaldmiðill að um hana hafi í reynd ríkt svokallaður fákeppnismarkaður, þar sem fáir fjárhagslega sterkir aðilar hafa ráðið gengisskráningunni. Færð hafa verið rök fyrir því að bankarnir þrír, sem nú eru fallnir, hafi ársfjórðungslega á s.l. ári tekið sér stöðu gegn krónunni. Ef satt reynist er það alvarlegt mál. Þannig hefur því verið haldið fram að bankarnir hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart krónunni til að styrkja eiginfjárstöðu sína. Með skelfilegum afleiðingum fyrir svo opið hagkerfi sem það íslenska er. Á sama hátt geti fáir sterkir spákaupmenn haft sömu áhrif og bankarnir.Það verður að telja að mikilvægasta efnahagsaðgerðin, sem grípa þarf til nú, sé að marka stefnu fyrir þann gjaldmiðil sem hér á að vera. Brýnt er að fyrir lok þeirra sex mánaða, sem heimilin fengu til greiðsluaðlögunar á lánum sínum, liggi fyrir hvert skuli stefna. Því fyrr sem það liggur fyrir verður hægt að forða fjölda fyrirtækja og heimila frá gjaldþroti. Sagt hefur verið að ekki sé hægt að taka evru upp einhliða. Eins er hægt að halda því fram að það sé ekki hægt að hafa nærri 100% gengisfellingu á einu ári án skelfilegra afleiðinga fyrir hagkerfið í heild sinni.Nýju bankarnir Með hliðsjón af því sem sagt hefur verið hér að framan skal farið nokkrum orðum um nýju bankana. Mikilvægt er að strax í upphafi geri stjórnvöld sér grein fyrir hvers konar banka við viljum hafa. Það dylst engum að rekja má fall gömlu bankanna að hluta til þess, hversu blönduð starfsemi þeirra var orðin. Hin eiginlega bankastarfsemi þ.e.a.s. inn- og útlánastarfsemi fór hlutfallsleg minnkandi. Vöxtur þeirra var í fjárfestingum, ráðgjöf o.þ.h. Gera má ráð fyrir að á nýju ári muni mörg skuldsett fyrirtæki og heimili fara í gjaldþrot eða þurfa að selja eignir upp í skuldir. Sú stefna hefur verið mörkuð að bankarnir stofni fjárfestingarfélög til að yfirtaka þessar eignir og selji þær síðar þegar eðlilegt markaðsástand hefur skapast, þ.e. að koma í veg fyrir að stór hluti eigna á Íslandi verði seldur á „brunaútsölu". Til að gera þetta mögulegt þarf að leggja bönkunum til frekara fjármagn til að þeir geti stundað eðlileg bankaviðskipti og til að koma í veg fyrir að þeir fari í þrot. Það að yfirtaka fasteignir í stað þess að fá greiðslur fyrir útlán mun leiða til peningaþurrðar í bönkunum, ef ekki kemur til nýtt fjármagn. Vanti bankana peninga munu þeir ekki geta staðið í skilum með sínar skuldbindingar og/eða veitt lán, sem mun síðan hafa alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulífið og bankana sjálfa.Hér er tekið undir það að leitað verði allra leiða til að halda þeim verðmætum, sem fyrir eru í fasteignum, og þær verði ekki seldar á „brunaútsölu". Mikilvægt er að byggja bankana í upphafi þannig að þeir stundi sem eðlilegasta inn- og útlánastarfsemi, sem verði megináhersla í starfseminni. Það verður að teljast nokkuð óeðlilegt ástand að bankar yfirtaki allar fasteignir, þar sem eigendur þeirra geta ekki staðið í skilum, og stofni sérstök fjárfestingarfélög til að reka þessar eignir. Með því verða bankarnir í reynd komnir báðumegin við borðið, þ.e. þeir eru bæði seljendur og kaupendur. Í stað þess að fá inn peninga eignast þeir fasteignir sem leiðir til þess að eigandi þeirra, þ.e. ríkið, þarf að leggja þeim til aukið eigið fé, svo þeir geti stundað eðlileg bankaviðskipti.Jafnframt verða þeir orðnir eigendur og rekstraraðilar félaga sem skulda bönkunum háar fjárhæðir. Slíkt fyrirkomulag býður upp á alls konar mistök og spurning hvort þróunin gæti orðið sú að bankarnir væru meira í fjárfestingarviðskiptum og rekstri fasteigna en inn- og útlánastarfsemi. Jafnframt gætu skapast ýmis konar vandamál við einkavæðingu bankanna. Þar sem einkaaðilar myndu með eignaraðild sinni á bönkunum jafnframt komast yfir stóran hlut af fasteignum í landinu. Einnig má gera ráð fyrir að þetta fyrirkomulag sé lítt aðlagandi fyrir erlenda banka til að koma sem eigendur að íslensku bönkunum.Hvað er til ráða?Miðað við erlenda skuldsetningu þjóðarbúsins er ljóst, hvort sem þær skuldir eru taldar með skuldum bankakerfisins eða án, að skuldirnar verða vart gerðar upp með peningalegum afgangi af viðskiptum okkar við útlönd. Hvað þá ef bætt verður við þær. Ekki er hægt að gera ráð fyrir nýjum lántökum til að standa undir afborgunum og vöxtum af erlendum lánum, sem þjóðin virðist hafa verið að gera á undanförnum misserum. Í venjulegum fyrirtækjarekstri eru fyrirtæki sem svo er komið fyrir orðin gjaldþrota nema þau hafi eignir til að selja upp í skuldir.Sem lausn út úr greiðsluvanda okkar gætum við í fyrsta lagi tilkynnt umheiminum að við getum ekki staðið við greiðslur af erlendum lánum og færum fram á að ákveðinn hluti þeirra verði felldur niður. Fordæmi eru fyrir slíku. Væntanlega yrði afleiðingin sú að við héldum því sem við höfum hér heima, en ættum erfitt uppdráttar í samskiptum við aðrar þjóðir, sem síðan gæti haft alvarlegar afleiðingar heima fyrir. Önnur leið sem fyrirtæki og heimili myndu grípa til, ef eignir væru til fyrir skuldum, er að selja eignir til að koma í veg fyrir gjaldþrot. Gera má ráð fyrir að til séu aðilar erlendis sem væru tilbúnir að greiða mikið fyrir náttúruauðlindir og aðrar eignir okkar hér á landi. Þannig væri hugsanlegt að við gætum greitt skuldir okkar. Vart er hægt að mæla með að þessi leið verði farin því með henni værum við í raun að afsala sjálfstæði okkar. Þriðja leiðin er aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Hér er lagt til, með vísan til framanritaðs, að það verði kannað í fullri alvöru.Óskað verði eftir því að viðræðum um aðild verði hraðað svo sem kostur er vegna stöðu efnahagsmála í landinu. Í aðildarviðræðum verði gengið út frá því að við getum vart staðið við erlendar skuldir okkar að fullu. Vegna þess verði leitað eftir sérstakri fyrirgreiðslu af hálfu Evrópusambandsins til lausnar á vandanum m.a. hvort hinir ýmsu sjóðir innan sambandsins gætu komið að því máli. Jafnframt verði skuldir vegna Icesave reikninga teknar inn í þessar viðræður og því ekki gengið frá þeim einum og sér. Með þessu ættum við halda virðingu okkar og væntanlega er hér um að ræða skjótustu leiðina til að ná bata.Samhliða aðildarumsókn verði óskað eftir viðræðum um að Ísland taki upp evru svo skjótt sem mögulegt er. Jafnvel áður en viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verður lokið. Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að taka evru upp einhliða. Hér er ekki beint verið að leggja það til heldur að óskað verði eftir samkomulagi við Evrópusambandið um að hér verði tekin upp evra eins fljótt og unnt er í fullu samráði við sambandið. Leitað verði leiða til að láta gengisfall krónunnar síðustu misseri ganga til baka og þannig leiðrétta að hluta til það tjón sem orðið er vegna erlendra lána heimila og fyrirtækja. Jafnframt verði leitað leiða til að leiðrétta vísitölu neysluverðs vegna áhrifa gengisfallsins við hrun bankanna og í aðdraganda þess. Með því verði skuldastaða fyrirtækja og heimila leiðrétt og þannig komið í veg fyrir frekari gjaldþrot.Fjárfestingarfélög í eigu ríkisinsTil að koma í veg fyrir að bankarnir verði eigendur og rekstaraðilar að stórum hluta af fasteignum í landinu er hér lagt til að skoðað verði að ríkið sjálft, eða aðrar stofnanir en bankarnir í eigu þess, verði eigendur að þessum fjárfestingarfélögum. Í stað þess að leggja bönkum til aukið hlutafé, svo þeir geti stundað eðlileg bankaviðskipti, verði hlutafé sett í sérstök fjárfestingarfélög í eigu ríkisins eða stofnana á þess vegum. Það hlutafé verði síðan ávaxtað með kaupum á fasteignum af bönkunum og/eða þrotabúum. Þannig munu bankarnir fá inn peninga með eðlilegum bankaviðskiptum í stað þess að þeir safni til sín fasteignum og kalli síðan eftir auknu hlutafé frá ríkinu til að stunda lánastarfsemi.Fjárfestingarfélögin geta síðan selt einstakar eignir með tíð og tíma og almenningur gerst hluthafi í þessum félögum. Á sama hátt getur almenningur gerst hluthafi í bönkunum án þess jafnframt að eignast stóran hlut í fasteignum landsmanna. Þetta ætti að geta auðveldað aðkomu lífeyrissjóða að slíkum félögum og jafnvel auðveldað þau mál sem nú eru komin upp þar sem lífeyrissjóðir ásamt bönkum eru með kröfur vegna viðkomandi fasteigna og fyrirtækja. Einnig má ætla að þetta sé fýsilegri leið fyrir erlenda banka til að koma sem eignaraðilar að íslensku bönkunum sem stunda þá orðið eðlilegri bankaviðskipti. Jafnframt má gera ráð fyrir að fjárframlög ríkisins til endurreisnar bankanna ávaxtist betur með þessum hætti. Gera má ráð fyrir að hærra verð fáist fyrir sjálfstæð fjárfestingarfélög heldur en þegar þau eru hluti af efnahagsreikningi banka. Lögð verði áhersla á að bankarnir stundi sem eðlilegust bankaviðskipti.Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar