Innlent

Fjölskylda Ragnars í sjokki

Ellý Ármannsdóttir skrifar

„Ég hef ekki náð sambandi við hann," segir Hermann Þór Erlingsson faðir Ragnars Erlings Hermannssonar sem var handtekinn á föstudagskvöldið með tæp sex kíló af kókaíni á Alþjóðaflugvellinum í Recife í Brasilíu.

„Við erum bara í sjokki og erum að reyna að anda frá mínútu til mínútu til þess að geta gert eitthvað í þessum málum."

„Við erum nokkur saman innan fjölskyldunnar og vinir og kunningjar sem erum að reyna að safna saman upplýsingum okkur til hjálpar og erum í nánu sambandi við ráðuneytið. Þeir eru að gera það sem þeir geta gert. Þetta gengur allt saman hægt að vísu en ég er ekki ósáttur þegar mér er sagt að það sé verið að vinna í málinu."

„Ég er að reyna að ná sambandi við hann og við fangelsið. Við erum að reyna að koma til hans peningum og útvega honum almennilegan lögmann," segir Hermann áhyggjufullur áður en kvatt er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×