Fyrrum forsætisráðherrann Geir H. Haarde tekur alla ábyrgð á að Sjálfstæðisflokkurinn veitti styrk FL Group viðtöku í lok desember árið 2006. Þá var Geir formaður flokksins.
Hann segir jafnframt í yfirlýsingu að framvkæmdarstjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, beri enga ábyrgð á þessu máli.
Yfirlýsing Geirs er eftirfafrandi:
Með vitund og vilja mínum var haustið 2006 ráðist í mikið átak til að rétta við fjárhag Sjálfstæðisflokksins í samræmi við þær reglur um fjármál stjórnmálaflokka sem þá var unnid eftir. Komu þar fjölmargir að verki.
Á sama tíma var ég fyrsti flutningsmaður frumvarps til nýrra laga um fjármál flokkanna sem tóku gildi 1. janúar 2007.
Eitt framlag til flokksins frá þessum tíma hefur að undanförnu verið sérstaklega til umfjöllunar, þ.e.a.s. framlag frá FL-Group seint í desember 2006.
Núverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem þá var nýkominn til starfa, hafði ekki frumkvæði eða sérstakan atbeina að þessari greiðslu. Ég samþykkti að vid henni skyldi tekið, enda fylgdi henni sú skýring að hér væri um að ræða framlag margra aðila sem umrætt fyrirtæki sæi um að koma til skila.
Ég ber því sem formaður flokksins á þeim tíma einn alla ábyrgð á þessu máli. Framkvæmdastjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, bera hér enga ábyrgð.
8. apríl 2009