Enski boltinn

Mun Hiddink snúa aftur til Chelsea?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink. Nordic photos/AFP

Mikið hefur verið rætt um framtíð landsliðsþjálfarans Guus Hiddink í starfi sínu með rússneska landsliðið eftir að það mistókst að vinna sér sæti á lokakeppni HM næsta sumar.

Núverandi samningur Hiddink við rússneska knattspyrnusambandið gildir fram á sumar en hann hefur verið orðaður við ráðgjafastöður eða aðstoðarþjálfarastöður hjá bæði argentínska og ástralska landsliðinu sem verða á meðal keppnisliða á HM í Suður-Afríku.

Þá greinir breska dagblaðið The Guardian frá því að Hiddink standi til boða að gerast yfirmaður knattspyrnumála hjá Chelsea, en Hiddink stýrði Lundúnafélaginu sem kunnugt er við góðan orðstír eftir að Felipe Scolari var rekin á síðusta keppnistímabili og er góðvinur eigandans Roman Abramovich.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×