Enski boltinn

Torres missir líklega af „derby“ leiknum gegn Everton

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur staðfest að enn séu tæpar tvær vikur í að framherjinn Fernando Torres geti leikið með Liverpool.

Torres hefur verið að kljást við nárameiðsli og hefur misst af síðustu tveimur leikjum með Liverpool, jafnteflum á móti Birmingham og Manchester City. Útlit er fyrir að Torres verði heldur ekki með gegn Debrecen í Meistaradeildinni og Everton í deildinni um næstu helgi.

„Torres var með þriggja vikna plan með sjúkraþjálfurunum og þó svo að þetta sé búið að ganga vel þá tel ég að það séu enn rúmir tíu dagar í hann," er haft eftir Benitez í Sunday Mirror í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×