Haukar unnu sannfærandi 35-19 sigur gegn FH í Hafnarfjarðarslag í N1-deild kvenna í handbolta í dag.
Leikurinn var í járnum lengi framan af en staðan var 14-11 Haukum í vil í hálfleik.
Í síðari hálfleik sýndu Haukakonur hins vegar styrk sinn og sigldu öruggum sigri í höfn. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst hjá Haukum með 13 mörk.