Enski boltinn

Martinez: Mikilvægt að við drögum lærdóm af þessu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Roberto Martinez.
Roberto Martinez. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn ungi Roberto Martinez hjá Wigan fékk heldur betur lexíu að læra af þegar lið hans tapaði 9-1 gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Martinez segir mikilvægt að lið sitt læri af mistökunum og haldi áfram.

„Mér fannst við enda fyrri hálfleikinn af miklum krafti og við spiluðum eins og lið sem var tilbúið að fara að stjórna leiknum í síðari hálfleiknum. En það gerðist svo sannarlega ekki og það er sjálfum okkur að kenna hvernig fór.

Það er mikilvægt að við drögum lærdóm af þessu og höldum áfram," sagði Martinez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×