Enski boltinn

Liverpool næsti áfangastaður fyrir Nistelrooy?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ruud Van Nistelrooy.
Ruud Van Nistelrooy. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Daily Mirror ætlar knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool að styrkja framlínu sína þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar með kaupum á Ruud Van Nistelrooy frá Real Madrid.

Hinn 33 ára gamli Nistelrooy hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Real Madrid eftir að hafa snúið aftur úr meiðslum og talið er næsta víst að hann yfirgefi spænska félagið í janúar eða næsta sumar þegar samningur hans rennur út.

Liverpool er þó ekki eina enska liðið sem er að fylgjast með gangi mála hjá þessum fyrrum leikmanni Manchester United því Tottenham og Manchester City hafa einnig verið sterklega orðuð við markahrókinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×