Enski boltinn

Hermann lék allan leikinn í tapi Portsmouth

Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Nordic photos/AFP

Stoke vann 1-0 sigur gegn Portsmouth í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Staðan var markalaus í hálfleik en Kevin-Prince Boateng misnotaði vítaspyrnu fyrir Portsmouth snemma leiks.

Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth og lék þar með sinn fyrsta leik á tímabilinu eftir erfið meiðsli.

Hermann náði aftur á móti ekki að koma í veg fyrir að Ricardo Fuller skoraði fyrir Stoke þegar um stundarfjórðungur lifði leiks.

Það reyndist vera sigurmark leiksins og Stoke er því komið í tíunda sæti deildarinnar en Portsmouth situr áfram í botnsætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×