Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin: Þrír leikir á dagskránni í dag

Ómar Þorgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson.
Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson. Mynd/Anton

Þrír leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem Íslendingaliðin Bolton og Portsmouth verða í eldlínunni.

Bolton tekur á móti Blackburn og Portsmouth heimsækir Stoke. Þá tekur Tottenham á móti Wigan.

Grétar Rafn Steinsson hefur þurft að verma varamannabekkinn hjá Bolton undanfarið en það er spurning hvort hann fái ekki tækifæri í byrjunarliðinu á móti Blackburn í dag. Bolton hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum stórt, 5-1 gegn Aston Villa og 0-4 gegn Chelsea og ekki ólíklegt að Knattspyrnustjórinn Gary Megson vilji gera breytingar.

Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir hvort að Hermann Hreiðarsson verði í leikmannahópi Portsmouth gegn Stoke í dag en hann er mjög nálægt því að snúa aftur eftir að hafa misst af öllum leikjum tímabilsins til þessa vegna meiðsla.

Bæði Bolton og Portsmouth eru í harðri baráttu og þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda.

Tottenham getur aftur á móti með sigri gegn Wigan skotist upp að hlið Arsenal í 3.-4. sæti deildarinnar.

Leikir dagsins:

Bolton-Blackburn kl. 13.30

Tottenham-Wigan kl. 15

Stoke-Portsmouth kl. 16








Fleiri fréttir

Sjá meira


×