Viðskipti erlent

Olíuverðið fór undir 70 dollara í morgun

Heimsmarkaðsverðið á Norðursjávarolíunni, m.v. afhendingu í júlí, fór undir 70 dollara á tunnuna í morgun. Lækkunin er einkum tilkomin vegna þess að gengi dollarans hefur verið að styrkjast á síðustu dögum.

Olíuverðið hefur verið að hækka allt frá áramótum og nemur sú hækkun um 60%. Og samkvæmt skýrslu frá Alþjóðlega orkuráðinu (IEA) má reikna með að eftirspurn sé að færast í aukanna, einkum í Bandaríkjunum og Kína, að því er segir í frétt á vefsíðunni e24.no.

IEA hefur því aukið við fyrri spá um eftirspurn eftir olíu og reiknar með að hún muni aukast að jafnaði um 120 þúsund tunnur á dag það sem eftir er ársins og verða 83.3 milljónir tunna á dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×