Þorsteinn Már greiddi tæpar 170 milljónir króna í opinber gjöld en Hreiðar Már greiddi rúmar 157 milljónir. Sá munur er þó á þessum mönnum að Hreiðar Már greiddi um 56 milljónir króna í útsvar en Þorsteinn Már greiddi 3,7 milljónir króna í útsvar.
Útsvar er dregið af launatekjum en ekki fjármagnstekjum. Þetta þýðir að Þorsteinn Már var með mun hærri fjármagnstekjur en minni launatekjur en Hreiðar Már.
Skattakóngar Íslands
1. Þorsteinn Már Baldvinsson - Akureyri - 170 milljónir króna2. Hreiðar Már Sigurðsson - Reykjavík - 157 milljónir króna
3. Helga S. Guðmundsdóttir - Seltjarnarnesi - 116 milljónir króna
4. Sigurjón Þ. Árnason - Reykjavík - 99 milljónir króna
5. Þorsteinn Hjaltested - Kópavogi - 77 milljónir króna
6. Aimée Einarson - Reykjavík - 76 milljónir króna
7. Magnús Jónsson - Garðabæ - 63 milljónir króna
8. Ingvar Vilhjálmsson - Reykjavík - 72 milljónir króna
9. Ingunn Gyða Wernersdóttir - Reykjavík - 59 milljónir króna
10. Karl Wernersson - Reykjavík - 55 milljónir króna