Innlent

Borgarahreyfingin býður fram í öllum kjördæmum

Þetta fólk skipar efstu sæti Borgarahreyfingarinnar í komandi þingkosningum.
Þetta fólk skipar efstu sæti Borgarahreyfingarinnar í komandi þingkosningum.
Borgarahreyfingin - þjóðin á þing, hefur lokað framboðslistum allra sex kjördæma landsins og mun því bjóða fram á landsvísu í komandi

Alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag. Þar segir að listarnir séu settir fram að því gefnu að ekki verði mögulegt að bjóða fram óraðaða lista eins og Borgarahreyfingin hefur stefnt að. Það velti hinsvegar á ríkisstjórninni hvort það verði mögulegt.

Borgarahreyfingin X-O mun halda blaðamannafund á morgun þar sem listarnir verða kynntir. Einnig verður krafa Borgarahreyfingarinnar um fjárveitingar/styrki atvinnulífsins til stjórnmálaflokka og hreyfinga rædd. Á fundinum verður einnig rætt það sem kallað er sýnilegur lýðræðishalli nýrra framboða þegar kemur að opinberri kynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×