Enski boltinn

Umboðsmaður: Engin vandræði á milli AC Milan og Gattuso

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gennaro Gattuso.
Gennaro Gattuso. Nordic photos/AFP

Andrea D'Amico, umboðsmaður Gennaro Gattuso hjá AC Milan, þvertekur fyrir að skjólstæðingur sinn sé óánægður í herbúðum ítalska félagsins eins og greint var frá í breskum fjölmiðlum í dag.

Þá kveðst umboðsmaðurinn heldur ekki vera í neinu sambandi við Manchester City en enska félagið er orðað við leikmanninn.

„Það er ekkert til í þessum sögusögnum um Gattuso og Manchester City. Ég hef ekki verið í neinu sambandi við það félag. Gattuso er bara nýstiginn upp úr meiðslum og er alls ekki ósáttur hjá AC Milan," sagði D'Amico í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×