Spilar fyrir milljónir Þjóðverja 11. febrúar 2009 04:00 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í einum vinsælasta tónlistarþætti Þýskalands í lok mars. Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í vinsælasta tónlistarþætti þýska ríkissjónvarpsins, WDR, í lok næsta mánaðar. Milljónir manna horfa á þáttinn í hverri viku og því er um sérlega góða kynningu að ræða fyrir Pétur. Hann segist ekki hafa þorað öðru en að taka þessu boði því ekki veiti af frekari kynningu þar í landi. „Ég er ekki búinn að vera það duglegur að spila í Þýskalandi. Ég hef farið í túr um Þýskaland svona tvisvar en bara í mýflugumynd," segir hann og ætlar að nýta ferðalagið og halda þar fleiri tónleika. Pétur mun spila ásamt hljómsveit sinni í heilar 75 mínútur fyrir framan hóp sjónvarpsáhorfenda og þarf því að vera í hörkuformi þegar stóra stundin rennur upp. „Ég þarf að vera ansi vel búinn undir þetta," viðurkennir hann og hlakkar til verkefnisins. Þátturinn, sem heitir Rockpalast, verður tekinn upp eins og um beina útsendingu sé að ræða en hann verður þó ekki sýndur beint, heldur um tveimur vikum seinna. Pétur hefur annars í nógu að snúast hér heima. Hann tekur þátt í uppfærslu Íslenska dansflokksins á verkinu Velkomin heim auk þess sem hann er önnum kafinn við upptökur á nýrri plötu með Ellen Kristjánsdóttur sem er væntanleg fyrir jólin. Eftir að henni lýkur ætlar hann að taka upp sína aðra sólóplötu, sem einnig kemur út fyrir jólin ef allt gengur að óskum. - fb Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í vinsælasta tónlistarþætti þýska ríkissjónvarpsins, WDR, í lok næsta mánaðar. Milljónir manna horfa á þáttinn í hverri viku og því er um sérlega góða kynningu að ræða fyrir Pétur. Hann segist ekki hafa þorað öðru en að taka þessu boði því ekki veiti af frekari kynningu þar í landi. „Ég er ekki búinn að vera það duglegur að spila í Þýskalandi. Ég hef farið í túr um Þýskaland svona tvisvar en bara í mýflugumynd," segir hann og ætlar að nýta ferðalagið og halda þar fleiri tónleika. Pétur mun spila ásamt hljómsveit sinni í heilar 75 mínútur fyrir framan hóp sjónvarpsáhorfenda og þarf því að vera í hörkuformi þegar stóra stundin rennur upp. „Ég þarf að vera ansi vel búinn undir þetta," viðurkennir hann og hlakkar til verkefnisins. Þátturinn, sem heitir Rockpalast, verður tekinn upp eins og um beina útsendingu sé að ræða en hann verður þó ekki sýndur beint, heldur um tveimur vikum seinna. Pétur hefur annars í nógu að snúast hér heima. Hann tekur þátt í uppfærslu Íslenska dansflokksins á verkinu Velkomin heim auk þess sem hann er önnum kafinn við upptökur á nýrri plötu með Ellen Kristjánsdóttur sem er væntanleg fyrir jólin. Eftir að henni lýkur ætlar hann að taka upp sína aðra sólóplötu, sem einnig kemur út fyrir jólin ef allt gengur að óskum. - fb
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp