Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG fann sig ekki nógu vel á lokahring sínum á Opna austurríksa mótinu í dag og lék á þremur höggum yfir pari.
Birgir Leifur lauk því keppni á samanlagt á tveimur höggum yfir pari en mótið er liður í Evrópumótaröðinni.
Birgir Leifur fékk þrjá skolla á fyrstu fimm holunum en endaði með því að fá fugl á síðustu holunni.