Formúla 1

Þýskur sigur í meistaramóti öku­manna

Michael Schumacher og Sebastian Vettel tryggðu Þýskalandi titilinn í dag í meistaramóti ökumanna.
Michael Schumacher og Sebastian Vettel tryggðu Þýskalandi titilinn í dag í meistaramóti ökumanna. mynd: kappakstur.is

Michael Schumacher tryggði Þýskalandi sigur í landskeppninni í meistaramóti ökumanna í Peking í Kína í dag. Hann vann odda viðureignina við Andy Pirlaux sem keppti fyrir hönd Þýskalands.

Sebastian Vettel var með Schumacher í liði og Jenson Button í liði Bretlands og eftir að staðan var 1-1 milli landanna í úrslitum þurfti auka umferð til að ákvarða hvort landið hlyti titilinn.

Schumacher sneri á Pirlaux og tryggði Þýskalandi titilinn þriðja árið í röð í þessari keppni sem er einskonar uppskeruhátíð ökumanna á ári hverju.

Mótið fór fram á Olympíuleikvanginum í Kína og var búið að malbika samhliðabraut á leikvanginum og var hún 20% hraðari en samskonar brautir síðustu ár.

Á miðvikudag verður keppt í einstaklinskeppni og hefst bein útsending frá mótinu á Stöð 2 Sport kl. 12.00 í hádeginu.

Nánari upplýsingar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×