Nefbraut kærustuna og myndbirtir kynferðisbrotamenn 10. maí 2010 10:07 Skúli Steinn Vilbergsson, stundum kallaður Skúli Tyson, myndbirtir barnaníðinga og nauðgara. „Þetta eru allt myndir sem hafa verið birtar áður í fjölmiðlum og mennirnir hafa verið dæmdir," segir Skúli Steinn Vilbergsson, en hann heldur úti síðu á samskiptavefnum Facebook, þar sem hann nafn- og myndbirtir barnaníðinga og nauðgara. Vefurinn er umdeildur svo ekki sé meira sagt. Meðal annars gagnrýndi lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson vefinn harðlega í viðtali á Pressunni.is í morgun. En vefurinn hefur fengið góðar viðtökur á Facebook. Eftir vikulanga tilvist eru um 1600 meðlimir í klúbbnum sem eru sammála hugmyndum Skúla um að það eigi að mynd- og nafnbirta menn sem hafa hlotið dóma fyrir gróf kynferðisbrot. Aðspurður hvort slíkar upplýsingar séu ekki til þess fallnar að skapa múgæsing eða jafnvel setja hina dæmdu í hættu svarar Skúli: „Hafa þeir ekki bara gott af því?" Skúli bendir á að allar myndirnar og nöfnin hafi áður verið birt í fjölmiðlum. Hann segist eingöngu safna þeim saman og birta á einum stað. Að sögn Skúla hefur hann fengið sent í pósti bæði nöfn og myndir af meintum kynferðisbrotamönnum sem ekki hafa hlotið dóma fyrir meintu brotin sín. „En það er ekki liðið," fullyrðir Skúli. Sjálfur er Skúli ekki ókunnugur réttarkerfinu. Það eru ekki nema rúmir tveir mánuðir síðan hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að nefbrjóta kærustuna sína. Hann var dæmdur fyrir að slá hana í andlitið með glasi þannig hún nefbrotnaði auk þess sem hún hlaut skurð í andlitið. Skúli Steinn neitaði að hafa kastað glasinu í kærustu sína. Kvaðst hann hafa misst glasið þegar að kærasta hans sparkaði í klofið á honum. Sjálfur er Skúli fyrrum atvinnumaður í boxi. Spurður hvort honum fyndist í lagi að vera myndbirtur, til dæmis á síðu þar sem konur eru varaðar við ofbeldisfullum mönnum, svarar Skúli: „Ég var ranglega dæmdur. Ég er búinn að áfrýja málinu til Hæstaréttar." Dómur er ekki fallinn í Hæstarétti. Þá bendir Skúli einnig á að lögmaðurinn Sveinn Andri, sem gagnrýndi síðuna á Pressunni, er lögmaður fyrrverandi kærustu hans. Því geti hann tæpast verið hlutlaus í þessu máli að mati Skúla. Þegar Skúli er spurður að lokum hvort hann ætli að loka síðunni svarar hann: „Það er ekki nokkur ástæða til þess. Ég er ekki að brjóta af mér. Ég er eingöngu að gera það sem yfirvöld hafa ekki kjark til þess að gera." Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Þetta eru allt myndir sem hafa verið birtar áður í fjölmiðlum og mennirnir hafa verið dæmdir," segir Skúli Steinn Vilbergsson, en hann heldur úti síðu á samskiptavefnum Facebook, þar sem hann nafn- og myndbirtir barnaníðinga og nauðgara. Vefurinn er umdeildur svo ekki sé meira sagt. Meðal annars gagnrýndi lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson vefinn harðlega í viðtali á Pressunni.is í morgun. En vefurinn hefur fengið góðar viðtökur á Facebook. Eftir vikulanga tilvist eru um 1600 meðlimir í klúbbnum sem eru sammála hugmyndum Skúla um að það eigi að mynd- og nafnbirta menn sem hafa hlotið dóma fyrir gróf kynferðisbrot. Aðspurður hvort slíkar upplýsingar séu ekki til þess fallnar að skapa múgæsing eða jafnvel setja hina dæmdu í hættu svarar Skúli: „Hafa þeir ekki bara gott af því?" Skúli bendir á að allar myndirnar og nöfnin hafi áður verið birt í fjölmiðlum. Hann segist eingöngu safna þeim saman og birta á einum stað. Að sögn Skúla hefur hann fengið sent í pósti bæði nöfn og myndir af meintum kynferðisbrotamönnum sem ekki hafa hlotið dóma fyrir meintu brotin sín. „En það er ekki liðið," fullyrðir Skúli. Sjálfur er Skúli ekki ókunnugur réttarkerfinu. Það eru ekki nema rúmir tveir mánuðir síðan hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að nefbrjóta kærustuna sína. Hann var dæmdur fyrir að slá hana í andlitið með glasi þannig hún nefbrotnaði auk þess sem hún hlaut skurð í andlitið. Skúli Steinn neitaði að hafa kastað glasinu í kærustu sína. Kvaðst hann hafa misst glasið þegar að kærasta hans sparkaði í klofið á honum. Sjálfur er Skúli fyrrum atvinnumaður í boxi. Spurður hvort honum fyndist í lagi að vera myndbirtur, til dæmis á síðu þar sem konur eru varaðar við ofbeldisfullum mönnum, svarar Skúli: „Ég var ranglega dæmdur. Ég er búinn að áfrýja málinu til Hæstaréttar." Dómur er ekki fallinn í Hæstarétti. Þá bendir Skúli einnig á að lögmaðurinn Sveinn Andri, sem gagnrýndi síðuna á Pressunni, er lögmaður fyrrverandi kærustu hans. Því geti hann tæpast verið hlutlaus í þessu máli að mati Skúla. Þegar Skúli er spurður að lokum hvort hann ætli að loka síðunni svarar hann: „Það er ekki nokkur ástæða til þess. Ég er ekki að brjóta af mér. Ég er eingöngu að gera það sem yfirvöld hafa ekki kjark til þess að gera."
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira