Erlent

Færeyskt skip gat ekki landað

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Meira en fimmtíu bálreiðir mótmælendur komu í veg fyrir að færeyskir sjómenn gætu landað makrílafla í bænum Peterhead í Skotlandi í fyrrakvöld.

Seint um kvöldið gáfust Færeyingarnir upp og sigldu úr höfn.

Skoskir sjómenn eru afar ósáttir við veiðar Færeyinga og Íslendinga á makríl þrátt fyrir að ekki hafi tekist samkomulag um skiptingu heildarafla úr stofninum. Bæði norsk stjórnvöld og ráðamenn í Evrópusambandinu hafa gagnrýnt þessar veiðar.- gb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×