Innlent

Má heita Indíana Karítas Seljan Helgadóttir í Þjóðskrá

Valur Grettisson skrifar
Helgi Seljan.
Helgi Seljan.

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að athafnaleysi stjórnvalda við að breyta tölvukerfi Þjóðskráar þannig að fólk með löng nöfn geti skráð það rétt, sé ekki í samræmi við lög.

Það var sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan sem leitaði til umboðsmanns Alþingis á síðasta ári og kvartaði yfir afgreiðslu Þjóðskrár þess efnis að ekki væri hægt að skrá nafn dóttur hans í tölvuskrá Þjóðskrár þar sem nafn hennar væri of langt. Byggðist afgreiðsla Þjóðskrár á þeirri forsendu að stafabil í nafni dóttur Helga væru of mörg til þess að tölvukerfið gæti skráð það.

Dóttir Helga heitir Indíana Karítas Seljan Helgadóttir og þótti of langt til þess að skrá það í Þjóðskrá. Ástæðan var einfaldlega sú að tölvukerfi Þjóðskráar gerði ekki ráð fyrir svo löngum nöfnum. kerfið var tekið í notkun árið 1986 en þá máttu Íslendingar aðeins bera tvö nöfn og svo föðurnöfn. Nú hefur því verið breytt og fjölmargir sem tildæmis bera eftirnöfn beggja foreldra.

Umboðsmaður Alþingis beinir því þeim tilmælum til dómsmála- og mannréttindaráðherra að gerðar verði sem allra fyrst ráðstafanir til að verklagi í störfum Þjóðskrár verði breytt í það horf sem samrýmist þeim lögum sem nú eru í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×