Sport

Brady átti bestu endurkomuna í NFL

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady meiðist veturinn 2008.
Brady meiðist veturinn 2008.

Ofurstjarnan Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, var valinn endurkomuleikmaður ársins (comeback player of the year) í NFL-deildinni.

Brady spilaði aðeins einn leikhluta á síðustu leiktíð en þá varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum sem sáu til þess að hann spilaði ekki meira það tímabil.

Árið á undan var hann besti leikmaður deildarinnar og setti fjölda meta. Hann hefur þrisvar unnið Super Bowl-leikinn og kom til greina sem íþróttamaður áratugarins hjá AP-fréttastofunni.

Hann snéri til baka í vetur og New England endaði tímabilið 10-6, vann sinn riðil og þar með komið í úrslitakeppnina. Hann sýndi góð tilþrif, kastaði 4.398 metra og 28 sendingar enduðu með snertimarki.

Brady fékk 19 atkvæði af 50 í efsta sætið en í öðru sæti var Carnell "Cadillac" Williams, hlaupari Tampa Bay, en hann fékk 14 atkvæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×