Innlent

Skoska konan sá björgunarþyrluna sveima yfir sér

Helga Arnardóttir skrifar

Skoska konan sem týndist á Langjökli ásamt ellefu ára syni sínum hátt í átta tíma segist margsinnis hafa séð þyrlu Landhelgisgæslunnar sveima yfir þeim mæðginum en sökum blindbyls sást ekki til þeirra.

Hún segir þau nánast hafa verið búin að missa vonina um að halda lífi undir lokin.

Beata Scott var útskrifuð af spítalanum í dag en hún var enn í miklu áfalli þegar hún og maðurinn hennar sögðu fréttamönnum frá upplifun sinni á Langjökli síðastliðinn sunnudag.

Í blindbylnum náði hún að skýla drengnum þannig að hann slapp ómeiddur en hana kól lítillega á höndunum.

Hún segist margsinnis hafa séð þyrlu björgunarmanna sveima yfir þeim en ekki sást til þeirra sökum blindbyls.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×