Innlent

Sex ára fangelsi fyrir skotárás í Þverárseli

Jón Hákon Halldórsson og Breki Logason skrifar

Birkir Arnar Jónsson, 23 ára gamall Reykvíkingur, var dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir tilraun til manndráps aðfararnótt sunnudagsins 15. nóvember síðastliðinn.

Samkvæmt ákæru fór Birkir grímuklæddur og vopnaður hlaðinni haglabyssu að heimili við Þverársel í Breiðholti, bankaði á útidyrnar og rak byssuhlaupið í enni húsráðanda þegar að hann opnaði. Birkir skaut síðan fimm skotum úr haglabyssunni þegar að húsráðanda hafði tekist að loka hurðinni og stóð fyrir innan hana.

Í ákærunni kemur fram að tvö skotanna hæfðu hurðina en þrjú fóru inn í íbúðina í gegnum rúðu við útidyrnar. Húsráðandi hlaut hins vegar sár á enni sem sauma þurfti með átta sporum.

Birkir var jafnframt dæmdur til að greiða 900 þúsund krónur í skaðabætur.

Dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×