Áfram unnið að sameiningu ráðuneyta 16. febrúar 2010 15:38 Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, varaþingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Mynd/GVA Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að enn sé unnið að sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Hún segist gera sér grein fyrir andstöðu við fyrirhugaða sameiningu meðal hluta Vinstri grænna. Í stjórnarsáttamála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sameiningu ráðuneytanna. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir aftur á móti að ekki séu nein skynsamleg rök fyrir slíkri sameiningu. Ýmis samtök í landbúnaði og sjávarútvegi, auk sveitarfélaga, hafa ályktað á sama veg. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, varaþingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, spurði Jóhönnu á Alþingi í dag hvort hún ætli að beita sér fyrir því að sameiningunni verði frestað. „Fyrir liggur að landbúnaður og sjávarútvegur munu á næstu árum gegna mikilvægara hlutverki en nokkru sinni fyrr við að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar og að afla gjaldeyristekna til að standa undir skuldbindingum hennar. Það er því mikilvægt að leggja meiri áherslu en minni á þennan málaflokk nú," sagði Sigurgeir.Jóhanna vonar að frumvarpið verði orðið að lögum í vor.Mynd/VilhelmJafnframt sagði hann að það væri þekkt staðreynd að sameining ríkisstofnanna taki tíma frá öðrum verkefnum. Fráleitt væri að hefja sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins í eitt atvinnuvegaráðuneyti á sama tíma og aðildarviðræður Íslands við ESB væru við það að hefjast. Jóhanna sagði að áfram væri unnið sameiningunni. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að andstaða væri við málið að einhverjum hluta innan VG. Aftur á móti væri ástæðulaust að óttast að með sameiningu ráðuneytanna komi staða landbúnaðar og sjávarútvegs til með að versna í væntanlegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið.„Þvert á móti held ég að við getum með betri hætti haldið á okkar málstað með stofnun eins ráðuneytis," sagði Jóhanna. Hún vonast til þess að frumvarp um sameiningu ráðuneytanna í eitt atvinnuvegaráðuneytið verði lagt fyrir Alþingi á yfirstandandi þingi og að frumvarpið verði orðið að lögum í vor. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að enn sé unnið að sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Hún segist gera sér grein fyrir andstöðu við fyrirhugaða sameiningu meðal hluta Vinstri grænna. Í stjórnarsáttamála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sameiningu ráðuneytanna. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir aftur á móti að ekki séu nein skynsamleg rök fyrir slíkri sameiningu. Ýmis samtök í landbúnaði og sjávarútvegi, auk sveitarfélaga, hafa ályktað á sama veg. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, varaþingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, spurði Jóhönnu á Alþingi í dag hvort hún ætli að beita sér fyrir því að sameiningunni verði frestað. „Fyrir liggur að landbúnaður og sjávarútvegur munu á næstu árum gegna mikilvægara hlutverki en nokkru sinni fyrr við að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar og að afla gjaldeyristekna til að standa undir skuldbindingum hennar. Það er því mikilvægt að leggja meiri áherslu en minni á þennan málaflokk nú," sagði Sigurgeir.Jóhanna vonar að frumvarpið verði orðið að lögum í vor.Mynd/VilhelmJafnframt sagði hann að það væri þekkt staðreynd að sameining ríkisstofnanna taki tíma frá öðrum verkefnum. Fráleitt væri að hefja sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins í eitt atvinnuvegaráðuneyti á sama tíma og aðildarviðræður Íslands við ESB væru við það að hefjast. Jóhanna sagði að áfram væri unnið sameiningunni. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að andstaða væri við málið að einhverjum hluta innan VG. Aftur á móti væri ástæðulaust að óttast að með sameiningu ráðuneytanna komi staða landbúnaðar og sjávarútvegs til með að versna í væntanlegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið.„Þvert á móti held ég að við getum með betri hætti haldið á okkar málstað með stofnun eins ráðuneytis," sagði Jóhanna. Hún vonast til þess að frumvarp um sameiningu ráðuneytanna í eitt atvinnuvegaráðuneytið verði lagt fyrir Alþingi á yfirstandandi þingi og að frumvarpið verði orðið að lögum í vor.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira