Icesave og ríkisábyrgð 16. febrúar 2010 06:00 Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Í grein í Morgunblaðinu 13. febrúar fullyrðir Kristinn Gunnarsson fv. alþingismaður að íslenzk stjórnvöld hafi fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Hann segir: „Hún (Eva Joly) telur að ríkið beri enga ábyrgð á Icesave-innstæðunum. Þar er hún í andstöðu við álit Evrópusambandsins, allra 27 landa þess og Noregs að auki. Mér er ekki kunnugt um að Evrópuþingið hafi tekið undir skoðun Evu Joly. Hún ber fram skoðun á lögum og reglum sem enginn þessara aðila tekur undir. Íslensk stjórnvöld hafa fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingunni." Hér er fullyrt að íslenzk stjórnvöld hafi viðurkennt ríkisábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Ef þau firn eiga að ganga yfir ríki og þjóð að bera fjárhagslega ábyrgð á gerðum einstaklinga sem flestir eru sammála um að sé mjög þungbær og aðrir telja að hæglega geti orðið þjóðinni um megn, verða að vera skýr ákvæði í lögum eða ótvíræðar yfirlýsingar fulltrúa hennar gagnvart öðrum þjóðum sem til þess hafa löglega heimild. Enn sem komið er hefur enginn bent á skýran lagastað fyrir slíkri ábyrgð, hvorki talsmenn Evrópusambandsins, Evrópuþingsins né Norðmanna. Hafi það verið gert hefur því ekki verið haldið á lofti. En þegar lagastaði skortir hefur umræðan beinzt að yfirlýsingum íslenzkra stjórnvalda og á það leggur Kristinn áherzlu í tilvitnuðum texta sem mætti þó vera betur rökstuddur. Nú er komið að honum að bæta úr og tilgreina nákvæmlega og undandráttarlaust yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda sem skuldbinda íslenzka ríkið til að takast á hendur umrædda ábyrgð og í hvaða samhengi þær hafi verið gefnar. Jafnframt verður að minna á að ekki verður tekið lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild og þar undir fellur ríkisábyrgð, sbr. 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta þarf Kristinn að hafa í huga þegar hann leggur fram yfirlýsingarnar. Einnig verður hann að hafa í huga að yfirlýsingar sem gefnar eru í tengslum við samningaferli eru ekki bindandi ef samningar takast ekki, svo sem ef upp úr slitnar, ef Alþingi hafnar eða er í óvissu við synjun forseta. Ég vona að Kristinn svari hér undanbragðalaust. Hitt er annað mál að vel má vera að eftirlitskerfi hér á landi hafi brugðizt, og því kunni að fylgja bótaskylda. En eins og margsinnis hefur verið bent á eiga þar aðrir einnig hlut að máli, Hollendingar, Bretar og Evrópusambandið. En álitamál sem að þessu lúta koma sérstökum skuldbindandi ábyrgðaryfirlýsingum ekkert við. Höfundur er prófessor í lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Sjá meira
Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Í grein í Morgunblaðinu 13. febrúar fullyrðir Kristinn Gunnarsson fv. alþingismaður að íslenzk stjórnvöld hafi fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Hann segir: „Hún (Eva Joly) telur að ríkið beri enga ábyrgð á Icesave-innstæðunum. Þar er hún í andstöðu við álit Evrópusambandsins, allra 27 landa þess og Noregs að auki. Mér er ekki kunnugt um að Evrópuþingið hafi tekið undir skoðun Evu Joly. Hún ber fram skoðun á lögum og reglum sem enginn þessara aðila tekur undir. Íslensk stjórnvöld hafa fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingunni." Hér er fullyrt að íslenzk stjórnvöld hafi viðurkennt ríkisábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninga. Ef þau firn eiga að ganga yfir ríki og þjóð að bera fjárhagslega ábyrgð á gerðum einstaklinga sem flestir eru sammála um að sé mjög þungbær og aðrir telja að hæglega geti orðið þjóðinni um megn, verða að vera skýr ákvæði í lögum eða ótvíræðar yfirlýsingar fulltrúa hennar gagnvart öðrum þjóðum sem til þess hafa löglega heimild. Enn sem komið er hefur enginn bent á skýran lagastað fyrir slíkri ábyrgð, hvorki talsmenn Evrópusambandsins, Evrópuþingsins né Norðmanna. Hafi það verið gert hefur því ekki verið haldið á lofti. En þegar lagastaði skortir hefur umræðan beinzt að yfirlýsingum íslenzkra stjórnvalda og á það leggur Kristinn áherzlu í tilvitnuðum texta sem mætti þó vera betur rökstuddur. Nú er komið að honum að bæta úr og tilgreina nákvæmlega og undandráttarlaust yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda sem skuldbinda íslenzka ríkið til að takast á hendur umrædda ábyrgð og í hvaða samhengi þær hafi verið gefnar. Jafnframt verður að minna á að ekki verður tekið lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild og þar undir fellur ríkisábyrgð, sbr. 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta þarf Kristinn að hafa í huga þegar hann leggur fram yfirlýsingarnar. Einnig verður hann að hafa í huga að yfirlýsingar sem gefnar eru í tengslum við samningaferli eru ekki bindandi ef samningar takast ekki, svo sem ef upp úr slitnar, ef Alþingi hafnar eða er í óvissu við synjun forseta. Ég vona að Kristinn svari hér undanbragðalaust. Hitt er annað mál að vel má vera að eftirlitskerfi hér á landi hafi brugðizt, og því kunni að fylgja bótaskylda. En eins og margsinnis hefur verið bent á eiga þar aðrir einnig hlut að máli, Hollendingar, Bretar og Evrópusambandið. En álitamál sem að þessu lúta koma sérstökum skuldbindandi ábyrgðaryfirlýsingum ekkert við. Höfundur er prófessor í lögum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun