Viðskipti erlent

Zenith vottar sjálfbærnina

vatnið rennur Flöskuvatn undir merkjum Icelandic Glacial er sagt kolefnisjafnað að fullu.Fréttablaðið/Anton
vatnið rennur Flöskuvatn undir merkjum Icelandic Glacial er sagt kolefnisjafnað að fullu.Fréttablaðið/Anton

Framleiðsla Icelandic Water Holdings ehf. á Icelandic Glacial-lindarvatninu hefur fengið sjálfbærnivottun Zenith International, sem í tilkynningu er sagt leiðandi ráðgjafarfyrirtæki á sviði matar og drykkjar í Evrópu.

Framleiðsla vatnsins sem tappað er á flöskur í Ölfusinu til útflutnings er sögð kolefnisjöfnuð að fullu. Þá er uppsprettulindin sem fyrirtækið notar að Hlíðarenda sögð endurnýjanleg að fullu, en vatnsflæði undan hrauni í Ölfusinu fer mestan part beint út í sjó. Eina uppsprettan á svæðinu er við Hlíðarenda, en fyrirtækið segist nota um 0,1 prósent af því vatni sem þar flæðir fram.

- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×