Rubens Barrichello ekur í 300 mótinu 26. ágúst 2010 15:06 Rubens Barrichello ekur með Williams. Mynd: Getty Images Rubens Barrichello keppir í sínu 300 Formúlu 1 móti um helgina að eigin sögn, en tölfræðin virðist ekki alls staðar sú sama hjá fræðingum í greininni. En Williams og Barrichello segja í tilkynningu að mótið sé það 300 sem hann tekur þátt í á Spa um helgina. "Spa er frábær braut og ég náði fremsta stað á ráslínu í fyrsta skipti á brautinni og hef unnið mótið", sagði Barrichello um mót helgarinnar. Hann hefur keppt með mörgum liðum á ferlinum sem hófst þegar hann var 22 ára gamall, en hann er 38 ára í dag. Barichello byrjaði með Jordan, ók síðan með Stewart Ford, Ferrari, Honda og Brawn. Barrichello gekk svo til liðs við Williams á þessu ári. "Brautin er alltaf erfið og verður það með fulla bensíntanka. Það er erfitt að stilla bílnum upp, af því brautin er svo löng og það þarf fljótan bíl í beygum eins og La Source og Eau Rogue. Yfirbyggingin skiptir máli þegar kemur að aksturstímanum og ökumenn velja mismunandi útfærslur á bíla sína, þannig að það er alltaf möguleiki á að taka framúr." "Þetta er mitt 300 Formúlu 1 mót og það eru forréttindi að hafa verið í þessari íþrótt svona lengi og frábær tilfinnig að ná þessu sögulega marki. Ég er enn í toppformi og ætla að keppa áfram...." , sagði Barrichello. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rubens Barrichello keppir í sínu 300 Formúlu 1 móti um helgina að eigin sögn, en tölfræðin virðist ekki alls staðar sú sama hjá fræðingum í greininni. En Williams og Barrichello segja í tilkynningu að mótið sé það 300 sem hann tekur þátt í á Spa um helgina. "Spa er frábær braut og ég náði fremsta stað á ráslínu í fyrsta skipti á brautinni og hef unnið mótið", sagði Barrichello um mót helgarinnar. Hann hefur keppt með mörgum liðum á ferlinum sem hófst þegar hann var 22 ára gamall, en hann er 38 ára í dag. Barichello byrjaði með Jordan, ók síðan með Stewart Ford, Ferrari, Honda og Brawn. Barrichello gekk svo til liðs við Williams á þessu ári. "Brautin er alltaf erfið og verður það með fulla bensíntanka. Það er erfitt að stilla bílnum upp, af því brautin er svo löng og það þarf fljótan bíl í beygum eins og La Source og Eau Rogue. Yfirbyggingin skiptir máli þegar kemur að aksturstímanum og ökumenn velja mismunandi útfærslur á bíla sína, þannig að það er alltaf möguleiki á að taka framúr." "Þetta er mitt 300 Formúlu 1 mót og það eru forréttindi að hafa verið í þessari íþrótt svona lengi og frábær tilfinnig að ná þessu sögulega marki. Ég er enn í toppformi og ætla að keppa áfram...." , sagði Barrichello.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira