Viðskipti innlent

Fyrstu skref í átt að stórframkvæmdum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tilboðin voru opnuð í dag. Mynd/ Sigurjón.
Tilboðin voru opnuð í dag. Mynd/ Sigurjón.
Tilboð í byggingarhluta Búðarhálsvirkjunar voru opnuð í dag þrátt fyrir að alger óvissa ríki um fjármögnun verksins. Þetta eru fyrstu skref að því að koma stórframkvæmdum í gang eftir efnahagshrunið sem varð haustið 2008.

Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að Fjárfestingarbanki Evrópu hefði í síðasta mánuði lokað á lán til framkvæmda við Búðarháls þar sem Icesave-deilan væri óleyst. Hjá Landsvirkjun vona menn að það takist að tryggja fjármögnun og halda þeir enn í vonina um að framkvæmdir hefjist við Búðarháls í vetrarbyrjun.

Samkvæmt tilkynningu sem fjölmiðlum var send í morgun er gert ráð fyrir að nú geti liðið tíu vikur þar til endanlegur verksamningur á milli Landsvirkjunar og verktaka liggur fyrir. Þegar búið er að opna tilboð fara Landsvirkjun og ráðgjafar hennar yfir þau tilboð sem borist hafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×