Webber. Einn besti dagur lífs míns 16. maí 2010 20:11 Mark Webber slakar á eftir sigurinn í Mónakó í dag og verðlaunagripurinn á gólfinu. Mynd: Getty Images Mark Webber hjá Red Bull var að vonum kampakátur með fyrsta sigur sinn í Formúlu 1 í dag í Mónakó. "Þetta er alveg magnað og einn af bestu dögum lífs míns. Það er mjög sérstakt að vinna hérna og hófst í tímatökunni þar sem allt gekk vel. En það er þolraun að aka hérna í tvo tíma. Það var mikil vinna og mikið af hægfara bílum og öryggisbíllinn kom oft út. Það er magnað að vera í sama flokki og Ayrton Senna og annara sem hafa unnið í Mónakó", sagði Webber á blaðamannafundi eftir keppnina. Webber er nú með 78 stig í stigakeppni ökumanna ásamt Vettel, en Alonso er með 75. Samkvæmt frétt autosport.com þá var Webber heppinn að keyra ekki í flasið á Karun Chandok og Jarno Trulli sem klesstu í einni af lokabegyjum brautarinnar í lokinn. "Ég sá Jarnu taka dífu við Rascasse og spáði í hvað væri eiginlega í gangi. Þeir skullu saman og ég vonaði bara að ég slyppi framhjá. Ég hafði líka áhyggjur af Karun, því höggið virðist koma á hann í kringum höfuðuð." Red Bull hefur náð frábærum árangri á árinu og Webber hefur unnið tvö mót. Hann er því skráður efstur, hefur fleiri sigra en Vettel. "Við munum vinna okkar verk og við erum efstir af því við slökum ekki á. Þetta hefur verið hörkuvinna í tvö og hálft ár og öflug liðsheild og samvinna á bakvið árangurinn. Við erum bjartsýnir hvað framtíðina varðar og náðum hámarksárangri í dag. Við verðum að láta það gerast sem oftast", sagði Webber. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull var að vonum kampakátur með fyrsta sigur sinn í Formúlu 1 í dag í Mónakó. "Þetta er alveg magnað og einn af bestu dögum lífs míns. Það er mjög sérstakt að vinna hérna og hófst í tímatökunni þar sem allt gekk vel. En það er þolraun að aka hérna í tvo tíma. Það var mikil vinna og mikið af hægfara bílum og öryggisbíllinn kom oft út. Það er magnað að vera í sama flokki og Ayrton Senna og annara sem hafa unnið í Mónakó", sagði Webber á blaðamannafundi eftir keppnina. Webber er nú með 78 stig í stigakeppni ökumanna ásamt Vettel, en Alonso er með 75. Samkvæmt frétt autosport.com þá var Webber heppinn að keyra ekki í flasið á Karun Chandok og Jarno Trulli sem klesstu í einni af lokabegyjum brautarinnar í lokinn. "Ég sá Jarnu taka dífu við Rascasse og spáði í hvað væri eiginlega í gangi. Þeir skullu saman og ég vonaði bara að ég slyppi framhjá. Ég hafði líka áhyggjur af Karun, því höggið virðist koma á hann í kringum höfuðuð." Red Bull hefur náð frábærum árangri á árinu og Webber hefur unnið tvö mót. Hann er því skráður efstur, hefur fleiri sigra en Vettel. "Við munum vinna okkar verk og við erum efstir af því við slökum ekki á. Þetta hefur verið hörkuvinna í tvö og hálft ár og öflug liðsheild og samvinna á bakvið árangurinn. Við erum bjartsýnir hvað framtíðina varðar og náðum hámarksárangri í dag. Við verðum að láta það gerast sem oftast", sagði Webber.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira