Enn um offramleiðslu lambakjöts Kristján E. Guðmundsson skrifar 21. desember 2010 06:15 Fyrir nokkru skrifaði ég grein hér í Fréttablaðið um offramleiðslu lambakjöts og greiðslu íslenskra skattgreiðenda með útflutningi á þeirri offramleiðslu. Föstudaginn 17. Des. svarar formaður landssamtaka sauðfjárbænda, Sindri Sigurgeirsson, þessari grein minni og þakka ég honum fyrir það. Hann heldur því hins vegar fram að gagnrýni mín eigi ekki lengur við, ég sé að gagnrýna stuðningskerfi sem hafi verið við líði fyrir 50 árum en nú sé öllu breytt. Lítum því á nokkrar staðreyndir málsins. Engin þjóð í heiminum styður eins mikið við sinn landbúnað og Íslendingar. Við erum á toppi OECD landa hvað það snertir. Fyrir utan óbeinan stuðning, s.s. tollvernd, námu beinar greiðslur úr ríkissjóði til landbúnaðarins á þessu ári rúmum 10 milljörðum króna. Þar af fékk sauðfjárræktin 3,1 milljarð. Sá styrkur er að mestu greiddur sem beingreiðslur til bænda fyrir hvert framleitt kg af kjöti. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort kjötið fer til innanlandsneyslu eða útflutnings, eða eins og fram kemur í grein Sindra „... að ef framleiðslan eykst, þá dreifast fjármunirnir einfaldlega meira og stuðningurinn lækkar á hvert framleitt kíló". Heildarframleiðsla á árinu 2009 nam 8.841 tonnum . Ef farið er inná heimasíður sauðfjárbænda má fá þær upplýsingar að 3% aukning hafi orðið í heildarframleiðslu frá fyrra ári og að 36% framleiðslunnar fari til útflutnings. Það þýðir í reynd að 36% af beinum stuðningi íslenskra skattgreiðenda fer til „niðurgreiðslu" á lambakjöti til erlendra neytenda, sem er í krónum talið rumar 1100 milljónir. Þetta eru ekki 20, hvað þá 50 ára gamlar tölur heldur veruleiki dagsins í dag. Mér er vel kunnugt um þær breytingar sem gerðar hafa verið á stuðningskerfi landbúnaðarins í gegn um árin. Formlegar útflutningsbætur voru að sönnu lagðar niður 1992 eins og Sindri bendir á. Beinn stuðningur úr ríkissjóði við landbúnað hefur verið hugsaður til að brúa bilið á milli raunverulegs framleiðslukostnaðar (með teknu tilliti til sanngjarnra launa til bænda) og þess verðs sem markaðurinn hverju sinni gefur. Þetta hefur að hluta verið réttlætt á þeim grundvelli að neytendur væru í raun „að taka peningar úr vinstri vasa og setja yfir í þann hægri", ef ekki kæmi til stuðningurinn þyrftu menn að greiða fullan framleiðslukostnað og þar með hærra vöruverð. Þetta horfir öðru vísi við þegar farið er að greiða í stórum stíl niður útflutning, ég kalla það útflutningsbætur. Mér sýnist á tölum Sindra að þær nemi nálægt helming af tekjunum af útflutningnum. Nú skal það tekið fram að mér er vel til bændastéttarinnar og á þar góð vini. Þar er mikið af fjölfróðu fólki, þó þar sé, sem annars staðar, misjafn sauður í mörgu fé. Ég geri mér líka grein fyrir þeim vanda fyrir mörg sveitarfélög sem fylgir þeirri byggðaröskun sem fækkun í bændastétt þýðir. Hins vegar hefur orðið mikil framleiðniaukning í landbúnaði og mun gera það í vaxandi mæli. Á sama tíma verðum við að gera okkur grein fyrir þeim miklu breytingum sem orðið hafa á neysluvenjum þjóðarinnar. Það þarf því að breyta stuðningskerfinu í græna styrki og draga úr framleiðslu. Svo óska ég íslenskum sauðfjárbændum árs og friðar og vona að þeir eigi gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru skrifaði ég grein hér í Fréttablaðið um offramleiðslu lambakjöts og greiðslu íslenskra skattgreiðenda með útflutningi á þeirri offramleiðslu. Föstudaginn 17. Des. svarar formaður landssamtaka sauðfjárbænda, Sindri Sigurgeirsson, þessari grein minni og þakka ég honum fyrir það. Hann heldur því hins vegar fram að gagnrýni mín eigi ekki lengur við, ég sé að gagnrýna stuðningskerfi sem hafi verið við líði fyrir 50 árum en nú sé öllu breytt. Lítum því á nokkrar staðreyndir málsins. Engin þjóð í heiminum styður eins mikið við sinn landbúnað og Íslendingar. Við erum á toppi OECD landa hvað það snertir. Fyrir utan óbeinan stuðning, s.s. tollvernd, námu beinar greiðslur úr ríkissjóði til landbúnaðarins á þessu ári rúmum 10 milljörðum króna. Þar af fékk sauðfjárræktin 3,1 milljarð. Sá styrkur er að mestu greiddur sem beingreiðslur til bænda fyrir hvert framleitt kg af kjöti. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort kjötið fer til innanlandsneyslu eða útflutnings, eða eins og fram kemur í grein Sindra „... að ef framleiðslan eykst, þá dreifast fjármunirnir einfaldlega meira og stuðningurinn lækkar á hvert framleitt kíló". Heildarframleiðsla á árinu 2009 nam 8.841 tonnum . Ef farið er inná heimasíður sauðfjárbænda má fá þær upplýsingar að 3% aukning hafi orðið í heildarframleiðslu frá fyrra ári og að 36% framleiðslunnar fari til útflutnings. Það þýðir í reynd að 36% af beinum stuðningi íslenskra skattgreiðenda fer til „niðurgreiðslu" á lambakjöti til erlendra neytenda, sem er í krónum talið rumar 1100 milljónir. Þetta eru ekki 20, hvað þá 50 ára gamlar tölur heldur veruleiki dagsins í dag. Mér er vel kunnugt um þær breytingar sem gerðar hafa verið á stuðningskerfi landbúnaðarins í gegn um árin. Formlegar útflutningsbætur voru að sönnu lagðar niður 1992 eins og Sindri bendir á. Beinn stuðningur úr ríkissjóði við landbúnað hefur verið hugsaður til að brúa bilið á milli raunverulegs framleiðslukostnaðar (með teknu tilliti til sanngjarnra launa til bænda) og þess verðs sem markaðurinn hverju sinni gefur. Þetta hefur að hluta verið réttlætt á þeim grundvelli að neytendur væru í raun „að taka peningar úr vinstri vasa og setja yfir í þann hægri", ef ekki kæmi til stuðningurinn þyrftu menn að greiða fullan framleiðslukostnað og þar með hærra vöruverð. Þetta horfir öðru vísi við þegar farið er að greiða í stórum stíl niður útflutning, ég kalla það útflutningsbætur. Mér sýnist á tölum Sindra að þær nemi nálægt helming af tekjunum af útflutningnum. Nú skal það tekið fram að mér er vel til bændastéttarinnar og á þar góð vini. Þar er mikið af fjölfróðu fólki, þó þar sé, sem annars staðar, misjafn sauður í mörgu fé. Ég geri mér líka grein fyrir þeim vanda fyrir mörg sveitarfélög sem fylgir þeirri byggðaröskun sem fækkun í bændastétt þýðir. Hins vegar hefur orðið mikil framleiðniaukning í landbúnaði og mun gera það í vaxandi mæli. Á sama tíma verðum við að gera okkur grein fyrir þeim miklu breytingum sem orðið hafa á neysluvenjum þjóðarinnar. Það þarf því að breyta stuðningskerfinu í græna styrki og draga úr framleiðslu. Svo óska ég íslenskum sauðfjárbændum árs og friðar og vona að þeir eigi gleðileg jól.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun