Mansell hefur trú á getu Schumachers 2011 21. desember 2010 08:20 Michael Schumacher og Nigel Mansell á léttri stund þegar báðir voru í Formúlu 1. Mynd: Gety Images/Mike Hewitt/Allsport Breska Formúlu 1 kempan fyrrverandi, Nigel Mansell spáir því að Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren láti að sér kveðja á næsta ári. Þeir stóðust þó ekki Sebastian Vettel, Fernando Alonso og Mark Webber snúning á þessu tímabili. Þá hefur hann trú á að Michael Schumacher eigi eftir að standa sig betur á næsta ári. "Það er auðvelt að útskýra afhverju Jenson og Lewis verða í slagnum. Þeir eru báðir meistarar, hungraðir og ungir. Þeir eru með einu besta liðinu og eru með magnaðan mótor fyrir aftan sig í formi Mercedes", sagði Mansell sem er landi Bretanna tveggja. "McLaren verður sterkara á næsta ári. Það gerðu öll lið mistök á þessu ári og lið og ökumenn hafa lært af mistökunum. Það verða færri mistök á næsta ári og risalagur um titilinn", sagði Mansell á eurosport.com. Mansell telur of snemmt að dæma hvort rangt hafi verið af Michael Schumacher að mæta aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. "Við munum ekki vita fyrir víst um það fyrr en í lok 2011. Ef liðð lætur hann ekki fá góðan bíl til að spreyta sig, þá getum við sagt að þetta hafi verið slæm ákvörðun. En hann er orðinn eins og hann var áður en hann vildi hætta. Ross Brawn mun hvetja liðið til dáða og Schumacher gæti hrist upp í mönnum 2011. Þetta gæti orðið sérstakt ár fyrir Mercedes", sagði Mansell Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Breska Formúlu 1 kempan fyrrverandi, Nigel Mansell spáir því að Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren láti að sér kveðja á næsta ári. Þeir stóðust þó ekki Sebastian Vettel, Fernando Alonso og Mark Webber snúning á þessu tímabili. Þá hefur hann trú á að Michael Schumacher eigi eftir að standa sig betur á næsta ári. "Það er auðvelt að útskýra afhverju Jenson og Lewis verða í slagnum. Þeir eru báðir meistarar, hungraðir og ungir. Þeir eru með einu besta liðinu og eru með magnaðan mótor fyrir aftan sig í formi Mercedes", sagði Mansell sem er landi Bretanna tveggja. "McLaren verður sterkara á næsta ári. Það gerðu öll lið mistök á þessu ári og lið og ökumenn hafa lært af mistökunum. Það verða færri mistök á næsta ári og risalagur um titilinn", sagði Mansell á eurosport.com. Mansell telur of snemmt að dæma hvort rangt hafi verið af Michael Schumacher að mæta aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. "Við munum ekki vita fyrir víst um það fyrr en í lok 2011. Ef liðð lætur hann ekki fá góðan bíl til að spreyta sig, þá getum við sagt að þetta hafi verið slæm ákvörðun. En hann er orðinn eins og hann var áður en hann vildi hætta. Ross Brawn mun hvetja liðið til dáða og Schumacher gæti hrist upp í mönnum 2011. Þetta gæti orðið sérstakt ár fyrir Mercedes", sagði Mansell
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira