Körfubolti

NBA: Átta leikir fóru fram í nótt

Elvar Geir Magnússon skrifar
LeBron James.
LeBron James.

LeBron James var með þrefalda tvennu fyrir Cleveland Cavaliers sem vann Detroit Pistons 113-101 á útivelli í nótt. James var með 29 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar.

Alls voru átta leikir á dagskrá NBA-deildarinnar. Indiana Pacers kom í veg fyrir sjöunda sigurleik Charlotte Bobcats í röð. Indiana vann 99-94 þar sem Danny Granger skoraði 26 stig.

San Antonio Spurs vann sinn áttunda leik af síðustu níu þegar liðið lagði Miami Heat á útivelli 88-76. Atlanta Hawks vann New Jersey Nets í þriðja sinn í vetur, úrslitin 108-84 þar sem Jamal Crawford skoraði 25 stig.

Chicago Bulls tapaði áttunda leiknum í röð þegar liðið beið lægi hlut fyrir Memphis Grizzlies. Denver Nuggets vann tíu stiga sigur gegn Washington Wizards þar sem Carmelo Anthony var með 29 stig og 12 fráköst.

Varnarleikur Minnesota Timberwolves var ekki til útflutnings í nótt þegar liðið tapaði 152-114 fyrir Phoenix Suns. Jason Richardson var með 27 stig fyrir Phoenix.

Kobe Bryant og Pau Gasol voru í aðalhlutverki hjá meisturum Los Angeles Lakers sem unnu 106-99 útisigur á Sacramento Kings. Kobe var með 30 stig og Gasol með 28 stig og 12 fráköst.

Úrslit næturinnar:

Indiana - Charlotte 99-94

Detroit - Cleveland 101-113

Miami - San Antonio 76-88

New Jersey - Atlanta 84-108

Memphis - Chicago 104-97

Denver - Washington 97-87

Phoenix - Minnesota 152-114

Sacramento - LA Lakers 99-106



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×