Viðskipti erlent

Hollywood vill opna sína eigin kauphöll

Hollywood áformar að opna sína eigin kauphöll þar sem almenningur getur átt viðskipti með hluti í kvikmyndum. Samkvæmt frétt í Hollywood Reporter stendur til að opna Hollywood Stock Exchange þann 20. apríl n.k.

Hugmyndin er sú að allir geti keypt hluti í framleiðslu kvikmyndar og fái síðan greitt eftir því hvernig myndinni vegnar í kvikmyndahúsum. Verð hluta í upphafi verði ákveðið með því að meta hve vel viðkomandi mynd muni vegna á fyrstu fjórum sýningarvikunum.

Þannig verður t.d. mögulegt fyrir þá sem vinna á Wall Street að veðja fé sínu á velgengi myndarinnar Wall Street: Money Never Sleeps sem tekin verður til sýninga þann 23. apríl n.k.

Kauphöll hefur raunar verið til staðar í Hollywood frá árinu 1998. En hún hefur verið í formi skemmtunnar þar sem ekki er spilað með raunverulega peninga né raunveruleg hlutbréf. Nú mun það væntanlega breytast.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×