Handbolti

Aron búinn að skrifa undir hjá Hannover Burgdorf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristánsson.
Aron Kristánsson. Mynd/Arnþór
Aron Kristjánsson er búinn að semja við þýska úrvalsdeildarliðið Hannover-Burgdorf en það var tilkynnt á vef félagsins í kvöld að hann væri búinn að gera tveggja ára samning við liðið.

Aron hefur náð frábærum árangri með Haukaliðið hér heima en liðið hefur unnið meistaratitilinn undanfarin tvö ár og er sem stendur efst í N1 deild karla þegar þriðjungur er eftir af deildarkeppninni.

„Aron Kristjánsson var okkar fyrsti kostur og passar vel inn í okkar framtíðarsýn. Hann er ungur, orkumikill og hefur náð árangri. Hann hefur verið þjálfari í átta ár og hefur þegar fengið reynslu af Meistaradeildinni. Við erum á góðri leið með að ráða hann til starfa," sagði Ulrich Karos framkvæmdastjóri Hannover-Burgdorf í viðtali á heimasíðu félagsins.

Aron tekur við Hannover-Burgdorf liðinu af Frank Carstens í sumar en hann mun fyrst klára tímabilið með haukanna sem urðu bikarmeistarar undir hans stjórn um síðustu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×