Enski boltinn

Tók Robinho útaf því að hann gat ekki spilað með fimm framherja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini tekur hér Robinho útaf.
Roberto Mancini tekur hér Robinho útaf. Mynd/GettyImages

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, viðurkenndi að sitt lið hafi verið yfirspilað í 2-0 tapi á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var fyrsta tap liðsins undir stjórn Ítalans.

„Everton spilaði betur við og það getur alltaf gerst í fótbolta. Við getum ekki alltaf unnið en vonandi verður þetta síðasta tapið," sagði Roberto Mancini.

„Við vorum óheppnir að missa Santa Cruz meiddan af velli eftir fimm mínútur. Hann var mikilvægasti leikmaðurinn okkar. Við erum í vandræðum vegna meiðsla, það er of mikið álag á sömu leikmönum og þeir eru orðnir mjög þreyttir," sagði Mancini en af hverju tók hann Robinho aftur útaf:

„Ég tók Robinho útaf af því að það er ekki hægt að spila með fimm framherja," sagði Roberto Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×