Erlent

Reyndu að sökkva norsku hvalveiðiskipi

Reynt var að sökkva norskum hvalveiðibáti í höfninni í Svolvær í Noregi í nótt. Líklegt er talið að hvalverndunarsinnar hafi staðið að baki en botnlokur skipsins voru fjarlægðar. Mikill leki kom að skipinu en eiganda þess tókst að koma í veg fyrir hann áður en skipið sökk.

Þetta er í sjötta sinn á síðustu árum sem reynt er að sökkva norskum hvalveiðiskipum og oft hafa Sea Shepherd samtökin lýst ábyrgðinni á hendur sér en útsendarar þeirra söktu hvalveiðiskipum í Reykjavík árið 1986.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×