Körfubolti

Hildur: Villuvandræðin slógu okkur út af laginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR.
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR. Mynd/Valli
KR-konum tókst ekki að verða Íslandsmeistarar í Hveragerði og liðsins bíður nú oddaleikur á heimavelli í þriðjudaginn. Hildur Sigurðardóttir lék vel í dag og var með 18 stig og 7 stoðsendingar.

„Það voru villuvandræði og annað sem slógu okkur út af laginu alveg eins og í fyrsta leiknum. Þegar við fáum ekki að spila maður á mann vörn þá er þetta svolítið erfitt. Við viljum spila maður á mann vörn og góð lið spila maður á mann vörn," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR og bætti við:

„Við erum gott lið og við viljum spila maður á mann vörn en við þurfum að breyta því í dag og það var klárlega ekki að virka fyrir okkur," sagði Hildur sem byrjaði vel í Hveragerði en lenti í villuvandræðum og

„Þær eru góðar í því að fiska á mann ruðning og hitt og þetta. Þær eru góðar í því að henda sér um leið og það kemur snerting. Þá verður ósjálfsrátt ragur í að að gera hlutina. Ég ætlað ekki að fá á mig fjórðu villuna fyrir einhver ruðning eða eitthvað. Þá bakkaði maður aðeins," sagði Hildur.

Hildur og margar af félögum hennar í KR-liðinu eru nú komnar í oddaleik annað árið í röð og nú ætlar þær að taka gullið í stað silfursins í fyrra.

„Það er bara skemmtilegt að fá oddaleik og tímabilið er bara aðeins lengra. Við ættum að vera reynslunni ríkari frá því í fyrra, við erum með reynsluna í svona leik og tökum þetta klárlega á reynslunni á þriðjudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×