Lífið

Orlando trúlofaður

Orlando Bloom mun nýlega hafa beðið um hönd ofurfyrirsætunnar Miröndu Kerr.Fréttablaðið/Getty
Orlando Bloom mun nýlega hafa beðið um hönd ofurfyrirsætunnar Miröndu Kerr.Fréttablaðið/Getty

Leikarinn Orlando Bloom og ofurfyrirsætan Miranda Kerr hafa opinberað trúlofun sína. Þetta staðfestir talsmaður parsins en sögusagnir um trúlofun hafa sveimað í kringum þau í dágóðan tíma. Bloom og Kerr eru búin að vera saman í þrjú ár en hafa aldrei viljað tala um samband sitt opinberlega.

Fjölskylda Kerr, sem er frá Nýja-Sjálandi, mun vera yfir sig ánægð með ráðahaginn en engin dagsetning hefur verið staðfest fyrir brúðkaupið. Bloom er þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndunum Pirates of the Caribbean og Lord of the rings en Kerr hefur getið sér gott orð í fyrirsætubransanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.