Lífið

Leikur FBI-stjóra

Leonardo DiCaprio fer með hlutverk J. Edgars Hoover í nýrri mynd sem Clint Eastwood leikstýrir.Fréttablaðið/getty
Leonardo DiCaprio fer með hlutverk J. Edgars Hoover í nýrri mynd sem Clint Eastwood leikstýrir.Fréttablaðið/getty

Leikarinn Leonardo DiCaprio hefur tekið að sér að leika stofnanda bandarísku leyniþjónustunnar FBI, J. Edgar Hoover, í mynd sem byggð verður á ævi hans. Leikstjóri myndarinnar er Clint Eastwood en þetta er í fyrsta sinn sem þeir tveir vinna saman. Handritshöfundur myndarinnar er sá hinn sami og skrifaði handritið að kvikmyndinni Milk, Dustin Lance Black, og hlaut Óskarsverðlaun fyrir.

Hoover var mjög umdeildur karakter og beðið hefur verið eftir myndinni með eftirvæntingu enda er talið að ævisaga hans sé efni í góða Hollywood-mynd. Hann var forstjóri FBI í 48 ár og var með puttann á púlsinum á flestöllu því sem gerðist í Bandaríkjunum á þeim tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.