Jökulsá í miklum ham - Öskjuleið ófær 17. ágúst 2010 11:45 Frá Herðubreiðarlindum. Öskjuleið er ófær eftir að Jökulsá á Fjöllum rauf varnargarð við Herðubreiðarlindir í gærmorgun. Óvíst er að vegurinn opnist á ný þetta sumar. Hálendisfulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs segir að áin hafi verið óvenju vatnsmikil í sumar og telur skýringuna þá að askan úr Eyjafjallajökli valdi meiri snjóbráðnun á jöklum. Öskjuleið, hálendisvegur númer F88, er fjölfarnasta leiðin inn í Herðubreiðarlindir, Öskju og Kverkfjöll. Hún liggur meðfram vesturbakka Jökulsár á Fjöllum frá hringveginum á Mývatnsöræfum við Hrossaborg. Vegurinn rofnaði í gærmorgun milli Lindaár og Strýtu, en svo nefnist skáli landvarða í Herðubreiðarlindum. Jökulsá rauf 40 til 50 metra breitt skarð í varnargarð, sem upphaflega var gerður fyrir sex árum, en hafði verið styrktur í vor, þar sem menn óttuðust að svona gæti farið, enda hefur áin verið að breyta sér þarna á svæðinu á undanförnum árum. Að sögn Jóhönnu Katrínar Þórhallsdóttur, hálendisfulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs, er vegurinn nú kolófær öllum bílum og óvíst hvenær hann opnast á ný. Hátt í tvöhundruð ferðamenn á svæðinu eru þó ekki innilokaðir því þeir geta komist austur yfir Jökulsá við Upptyppinga og síðan yfir þverána Kreppu og þaðan til Möðrudals, en sú leið telst þokkaleg. Leiðir til vesturs, Dyngjufjallaleið og Gæsavatnaleið, eru mun verri og seinfarnari, og raunar varasamar þessa dagana vegna vatnavaxta, sérstaklega Gæsavatnaleið. Um tíu ferðamenn gistu í Herðubreiðarlindum í nótt, um eitthundrað gistu við Drekagil í Öskju og um fimmtíu manns voru í Kverkfjöllum, að sögn skálavarða. Jóhanna Katrín segir Jökulsá á Fjöllum hafa verið óvenju vatnsmikla í sumar og rekur hún það til öskunnar úr Eyjafjallajökli, sem valdi meiri snjóbráðnun á Dyngjujökli og Brúarjökli, skriðjöklum Vatnajökuls til norðurs. Gunnar Bóasson hjá Vegagerðinni á Húsavík segir Jökulsá nú í miklum ham og meðan svo sé þýði ekkert að reyna að opna veginn en málið verði þó skoðað þegar sljákki í ánni. Landvörður á svæðinu telur óvíst að vegurinn opnist aftur þetta sumarið. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Öskjuleið er ófær eftir að Jökulsá á Fjöllum rauf varnargarð við Herðubreiðarlindir í gærmorgun. Óvíst er að vegurinn opnist á ný þetta sumar. Hálendisfulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs segir að áin hafi verið óvenju vatnsmikil í sumar og telur skýringuna þá að askan úr Eyjafjallajökli valdi meiri snjóbráðnun á jöklum. Öskjuleið, hálendisvegur númer F88, er fjölfarnasta leiðin inn í Herðubreiðarlindir, Öskju og Kverkfjöll. Hún liggur meðfram vesturbakka Jökulsár á Fjöllum frá hringveginum á Mývatnsöræfum við Hrossaborg. Vegurinn rofnaði í gærmorgun milli Lindaár og Strýtu, en svo nefnist skáli landvarða í Herðubreiðarlindum. Jökulsá rauf 40 til 50 metra breitt skarð í varnargarð, sem upphaflega var gerður fyrir sex árum, en hafði verið styrktur í vor, þar sem menn óttuðust að svona gæti farið, enda hefur áin verið að breyta sér þarna á svæðinu á undanförnum árum. Að sögn Jóhönnu Katrínar Þórhallsdóttur, hálendisfulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs, er vegurinn nú kolófær öllum bílum og óvíst hvenær hann opnast á ný. Hátt í tvöhundruð ferðamenn á svæðinu eru þó ekki innilokaðir því þeir geta komist austur yfir Jökulsá við Upptyppinga og síðan yfir þverána Kreppu og þaðan til Möðrudals, en sú leið telst þokkaleg. Leiðir til vesturs, Dyngjufjallaleið og Gæsavatnaleið, eru mun verri og seinfarnari, og raunar varasamar þessa dagana vegna vatnavaxta, sérstaklega Gæsavatnaleið. Um tíu ferðamenn gistu í Herðubreiðarlindum í nótt, um eitthundrað gistu við Drekagil í Öskju og um fimmtíu manns voru í Kverkfjöllum, að sögn skálavarða. Jóhanna Katrín segir Jökulsá á Fjöllum hafa verið óvenju vatnsmikla í sumar og rekur hún það til öskunnar úr Eyjafjallajökli, sem valdi meiri snjóbráðnun á Dyngjujökli og Brúarjökli, skriðjöklum Vatnajökuls til norðurs. Gunnar Bóasson hjá Vegagerðinni á Húsavík segir Jökulsá nú í miklum ham og meðan svo sé þýði ekkert að reyna að opna veginn en málið verði þó skoðað þegar sljákki í ánni. Landvörður á svæðinu telur óvíst að vegurinn opnist aftur þetta sumarið.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira