Lífið

Daníel bað Ká Eff Bé afsökunar

ká eff bé Rapparinn Ká Eff Bé vill leiðrétta misskilning í tengslum við sitt nýjasta lag, Skjóttu mig!
fréttablaðið/arnþór
ká eff bé Rapparinn Ká Eff Bé vill leiðrétta misskilning í tengslum við sitt nýjasta lag, Skjóttu mig! fréttablaðið/arnþór

Rapparinn Ká Eff Bé vill leiðrétta misskilning í tengslum við sitt nýjasta lag sem hann gerði með söngvaranum Daníel Óliver. Lagið heitir Skjóttu mig! og er að gera góða hluti á FM 957. Ká Eff Bé samdi lagið en þeir Daníel sömdu textann saman.

Viðtal við Daníel Óliver birtist á dögunum í Séð og heyrt vegna lagsins og það kom Ká Eff Bé í opna skjöldu. „Ég fékk svolítið sjokk að sjá þetta viðtal þar sem hann talar um að þetta sé hans uppgjör við fyrrverandi kærasta,“ segir Ká Eff Bé, sem er sjálfur gagnkynhneigður. „Lagið átti að heita Chick Bang og átti að vera um stelpu sem er í rauninni „player“ eins og sumir strákar. Ég sagði við vini mína: „Ég veit ekki hvar ég er inni í þessu uppgjöri. Kannski stuðningsfulltrúi.“

Að sögn Ká Eff Bé er Daníel búinn að biðja hann afsökunar á viðtalinu enda fannst rapparanum hann ekki taka mikið tillit til sín. „Þetta er lag um stelpu sem er mikið að læðupokast. Ef hann hefði sagt að þetta væri uppgjör við fyrrverandi kærasta hefði ég kannski gert rólega ballöðu.“

Ká Eff Bé byrjaði að rappa árið 2002 og hefur sungið með hljómsveitinni Stjörnuryk sem er með fjóra mismunandi rappara innanborðs. Hann er að undirbúa nýtt lag sem nefnist Hver viltu vera? þar sem hann hvetur fólk til að að vera það sjálft í lífinu. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.